Valsblaðið - 01.05.1987, Page 24
Andstæðingar
Valsmanna í
1. deild í sumar
Fram
Þjálfari: Ásgeir Elíasson.
Ferill: Fram hefur fimmtán
sinnum hampað (stendsbikarnum,
síðast í fyrrahaust. Fimm sinnum
hefur félagið orðið bikarmeistari.
Liðið hefur lengst af leikið í fyrstu
deild. Fyrst frá 1912 til 1927 og
síðan áfram frá 1929 til 1965. Árið
1967 mættu þeir Frampiltar síðan
aftur til leiks í fyrstu deild en féllu á ný
1982. Árið 1984 unnu þeir sér enn
sæti í fyrstu deild og þar hafa þeir
leikiðsíðan.
Nýirleikmenn: ÓlafurÓlafsson úr
Val, Jón Oddsson úr ÍBÍ, Pétur Arn-
þórsson frá Noregi, Kristján Jónsson
úr Þrótti, Ragnar Margeirsson frá
Belgíu, Udo Lucas úr FH og Ólafur
K. Ólafsson úr Þrótti.
Brotthlaupnir: Guðmundur Torfa-
son til Beveren, Guðmundur Steins-
son til Kickers Offenbach, Gauti
Laxdal til KA, Hafþór Sveinjónsson í
raðir okkar Valsmanna, Guðmundur
Baldursson sömuleiðis, Steinn
Guðjónsson til Noregs, Jónas
Björnsson í KS, Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson í Fylki og loks Þórður
Marelsson í Víking.
ÍA
Þjálfari: Guðjón Þórðarson.
Ferill: Skagamenn hafa 12
sinnum orðið íslandsmeistarar, síð-
ast 1984. Fimmsinnum hefurfélagið
hirt bikarinn, síðast í fyrra.
Félagið hefur ávallt leikið í fyrstu
deild ef undan er skilið sumarið
1968.
Nýir leikmenn: Eru þeir Sigurður
Halldórsson, sem þjálfaði Selfoss í
fyrra, og Jón Áskelsson, sem hafði
það náðugt á sama tíma. Þá er liðið
einnig styrkt með leikmönnum úr
yngri flokkum sem ekki hafa áður
glímt með meistaraflokki.
Brotthlaupnir: Árni Sveinsson til
Stjörnunnar, Pétur Pétursson í KR,
Júlíus Pétur Jónsson til Grindvík-
inga. Þá er Hörður Jóhannesson
lagstur í híði hvað knattspyrnuna
varðar.
Þór
Þjálfari: Jóhannes Atlason.
Ferill: Besti árangur í fyrstu deild
er þriðja sæti árið 1985. Besta afrek
í bikarkeppni KSÍ er viðureign í
undanúrslitum, sömuleiðis 1985.
Liðið lék í þriðju deild árið 1975,
annarri 1976 og fyrstu 1977. Sama
ár féllu norðanmenn að nýju í aðra
deild og glímdu þar til ársins 1981.
Það sumar léku þeir í fyrstu deild að
nýju en féllu aftur um haustið. Frá
1982 hafa Þórsmenn hins vegar
leikið í fyrstu deild.
Nýirleikmenn: Guðmundur Valur
Sigurðsson úr Breiðablik, Ómar
Guðmundsson úr KS til að standa
undir markslánni, Gísli Bjarnason,
úr Aftureldingu, Sölvi Sölvason og
Magnús Helgason, báðir úr Vask.
Brotthlaupnir: Baldur Guðnason
genginn í raðir FH-inga.
Keflavík
Þjálfari: Peter Keeling.
Ferill: Keflvíkingar hafa þrívegis
orðið Islandsmeistarar, síðast árið
1973. Bikarinn hefur félagið hins
vegar hreppt einu sinni, árið 1975. I
annarri deild léku Suðurnesjamenn
frá 1956 til 1957, í þeirri fyrstu frá
1958 til 1960. Þá aftur í annarri árin
1961 og 1962. Enn á ný í fyrstu
deildinni sumarið 1963 og þar léku
þeir allar götur til ársins 1980. Þá
mátti liðið sætta sig við fall. Haustið
1981 barðist liðið um sæti í fyrstu
deild og hafði erindi sem erfiði. Hafa
Keflvíkingar haldið þeirri stöðu frá
þeim tíma.
Nýir leikmenn: Peter Farell
kemur frá Englandi og Helgi Bents-
son úr Garðinum.
Brotthlaupnir: Valþór Sigþórsson
í UMFN en Gísli Grétarsson hefur
slitið skónum til fulls - hættur.
KA
Þjálfari: Hörður Helgason.
Ferill: Besti árangur KA í fyrstu
deild er 7. sæti. Liðið lék í annarri
deild í fyrra og mætir því til leiks að
nýju í heiðursdeild íslenskrar knatt-
spyrnu. í henni léku KA-menn í
fyrsta sinn árið 1978 og allt til 1982.
Það haust mátti liðið þola fall. Ári
síðar unnu KA-menn þó að nýju sæti
meðal sterkustu liða landsins en
þeirra varð þó neðsta sætið þá um
haustið. Árin 1985 og 1986 lék liðið í
annarri deild en nú er á nýjan leik
önnur og rétt tala á teningnum eins
og áður kom fram.
Nýirleikmenn: Gauti Laxdal, efni-
legasti leikmaður íslandsmótsins frá