Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 24

Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 24
Andstæðingar Valsmanna í 1. deild í sumar Fram Þjálfari: Ásgeir Elíasson. Ferill: Fram hefur fimmtán sinnum hampað (stendsbikarnum, síðast í fyrrahaust. Fimm sinnum hefur félagið orðið bikarmeistari. Liðið hefur lengst af leikið í fyrstu deild. Fyrst frá 1912 til 1927 og síðan áfram frá 1929 til 1965. Árið 1967 mættu þeir Frampiltar síðan aftur til leiks í fyrstu deild en féllu á ný 1982. Árið 1984 unnu þeir sér enn sæti í fyrstu deild og þar hafa þeir leikiðsíðan. Nýirleikmenn: ÓlafurÓlafsson úr Val, Jón Oddsson úr ÍBÍ, Pétur Arn- þórsson frá Noregi, Kristján Jónsson úr Þrótti, Ragnar Margeirsson frá Belgíu, Udo Lucas úr FH og Ólafur K. Ólafsson úr Þrótti. Brotthlaupnir: Guðmundur Torfa- son til Beveren, Guðmundur Steins- son til Kickers Offenbach, Gauti Laxdal til KA, Hafþór Sveinjónsson í raðir okkar Valsmanna, Guðmundur Baldursson sömuleiðis, Steinn Guðjónsson til Noregs, Jónas Björnsson í KS, Þorsteinn J. Vil- hjálmsson í Fylki og loks Þórður Marelsson í Víking. ÍA Þjálfari: Guðjón Þórðarson. Ferill: Skagamenn hafa 12 sinnum orðið íslandsmeistarar, síð- ast 1984. Fimmsinnum hefurfélagið hirt bikarinn, síðast í fyrra. Félagið hefur ávallt leikið í fyrstu deild ef undan er skilið sumarið 1968. Nýir leikmenn: Eru þeir Sigurður Halldórsson, sem þjálfaði Selfoss í fyrra, og Jón Áskelsson, sem hafði það náðugt á sama tíma. Þá er liðið einnig styrkt með leikmönnum úr yngri flokkum sem ekki hafa áður glímt með meistaraflokki. Brotthlaupnir: Árni Sveinsson til Stjörnunnar, Pétur Pétursson í KR, Júlíus Pétur Jónsson til Grindvík- inga. Þá er Hörður Jóhannesson lagstur í híði hvað knattspyrnuna varðar. Þór Þjálfari: Jóhannes Atlason. Ferill: Besti árangur í fyrstu deild er þriðja sæti árið 1985. Besta afrek í bikarkeppni KSÍ er viðureign í undanúrslitum, sömuleiðis 1985. Liðið lék í þriðju deild árið 1975, annarri 1976 og fyrstu 1977. Sama ár féllu norðanmenn að nýju í aðra deild og glímdu þar til ársins 1981. Það sumar léku þeir í fyrstu deild að nýju en féllu aftur um haustið. Frá 1982 hafa Þórsmenn hins vegar leikið í fyrstu deild. Nýirleikmenn: Guðmundur Valur Sigurðsson úr Breiðablik, Ómar Guðmundsson úr KS til að standa undir markslánni, Gísli Bjarnason, úr Aftureldingu, Sölvi Sölvason og Magnús Helgason, báðir úr Vask. Brotthlaupnir: Baldur Guðnason genginn í raðir FH-inga. Keflavík Þjálfari: Peter Keeling. Ferill: Keflvíkingar hafa þrívegis orðið Islandsmeistarar, síðast árið 1973. Bikarinn hefur félagið hins vegar hreppt einu sinni, árið 1975. I annarri deild léku Suðurnesjamenn frá 1956 til 1957, í þeirri fyrstu frá 1958 til 1960. Þá aftur í annarri árin 1961 og 1962. Enn á ný í fyrstu deildinni sumarið 1963 og þar léku þeir allar götur til ársins 1980. Þá mátti liðið sætta sig við fall. Haustið 1981 barðist liðið um sæti í fyrstu deild og hafði erindi sem erfiði. Hafa Keflvíkingar haldið þeirri stöðu frá þeim tíma. Nýir leikmenn: Peter Farell kemur frá Englandi og Helgi Bents- son úr Garðinum. Brotthlaupnir: Valþór Sigþórsson í UMFN en Gísli Grétarsson hefur slitið skónum til fulls - hættur. KA Þjálfari: Hörður Helgason. Ferill: Besti árangur KA í fyrstu deild er 7. sæti. Liðið lék í annarri deild í fyrra og mætir því til leiks að nýju í heiðursdeild íslenskrar knatt- spyrnu. í henni léku KA-menn í fyrsta sinn árið 1978 og allt til 1982. Það haust mátti liðið þola fall. Ári síðar unnu KA-menn þó að nýju sæti meðal sterkustu liða landsins en þeirra varð þó neðsta sætið þá um haustið. Árin 1985 og 1986 lék liðið í annarri deild en nú er á nýjan leik önnur og rétt tala á teningnum eins og áður kom fram. Nýirleikmenn: Gauti Laxdal, efni- legasti leikmaður íslandsmótsins frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.