Valsblaðið - 01.05.1987, Page 25

Valsblaðið - 01.05.1987, Page 25
25 • Nýir leikmenn hjá Val í sumar. Frá vinstri: Hafþór Sveinjónsson, Njáll Eiðsson, Guðmundur Baldursson og Ólafur Jóhannesson. því ( fyrra, úr Fram. Ólafur Gott- skálksson hyggst standa milli mark- stanganna hjá þeim norðankemþ- um, kominn úr Keflavíkinni með sama lagi og Jón Sveinsson, Sigur- karl Aðalsteinsson úr Þrótti. Brotthlaupnir: Enginn leikmaður sá ástæðu til að yfirgefa herbúðir KA-manna. FH Þjálfari: lan Flemming. Ferill: Besti árangur FH í fyrstu deild er 6. sæti árið 1975. Þá hafa þeir Hafnfirðingar einu sinni glímt um sigurlaun í bikarkegpni, árið 1972. í annarri deild lék liðið árin 1964 til 1966 og í þriðju deild árið 1967. Aftur glímdu Hafnfirðingar í annarri deild frá 1968 til 1974 en það ár urðu FH- ingar meistarar á þeim vettvangi. Með því afreki unnu þeirsér rétttil að leika í fyrstu deild. Þar glímdu þeir vorið 1975 og áfram til ársins 1978. í fyrstu deild spilaði liðið síðan að nýju frá 1980 til 1981 en þá varð fallið enn einu sinni hlutskipti liðsins. FH-ingar hafa síðan leikið í fyrstu deild frá vor- inu 1985. Nýir leikmenn: Jón Erling Ragn- arsson frá Noregi, Guðjón Guðm- undsson frá ÍK og Grétar Ævarsson frá Austra. Brotthlaupnir: Ólafur Jóhannes- son í herbúðir okkar Valsmanna og Ingi Björn Albertsson sömuleiðis. Völsungur Þjálfari: GuðmundurÓlafsson. Ferill: Völsungur hefur fjórum sinnum unnið sigur á íslandsmóti. Aðra deildina unnu þeir í fyrra og þriðju deildina hafa Völsungar unnið þrívegis. Árin 1968, 1971 og 1979. Liðið brýtur nú blað í sögunni með því að leika í fyrstu deild. Nýir leikmenn: Aðalsteinn Aðal- steinsson úr ÍR, Snævar Hreinsson úr röðum okkar Valsmanna og Hörður Benónýsson frá HSÞ-b. Brotthlaupnir: Wilhelm Freder- iksen hyggst leika erlendis, Jón L. Ríkharðsson til liðs við Skagamenn. Víðir Þjálfari: Haukur Hafsteinsson. Ferill: Víðir lék í þriðju deild frá 1968 til 1981 og íþriðju deild SV árið 1982. Það haust varð félagið meist- ari í deildinni. í annarri deild lék liðið árin 1983 og 1984 en frá vorinu 1985 hafa Garðspiltar barist fyrir veru sinni í þeirri fyrstu. Nýirleikmenn: Sævar Leifsson úr KR, Björgvin Björgvinsson úr ÍBKog Hjálmar Hallgrímsson úr UMFG. Brotthlaupnir: Mark Duffield í KS og Helgi Bentsson í ÍBK.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.