Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 15
15
lan Ross, þjálfari meistaraflokks
Vals, hefur náö afar góöum árangri
með liðið á undanförnum misserum.
Félagið hefur verið í fremstu röð þau
ár sem Ross hefur haldið um stjórn-
völinn. Árið 1984 lenti liðið í öðru
sæti fyrstu deildar, ári síðar hreppti
það hins vegar meistaratitilinn. Á
síðasta tímabili varð annað sætið
hlutskipti Valsmanna á nýjan leik en
nú er stefnt að því að endurheimta
það sem mest er um vert, íslands-
bikarinn.
„Það væri óneitanlega ánægju-
legt að hreppa íslandmeistaratitil-
inn,“ segir lan Ross og lítur til
sumarsins framundan. „Ef við
leikum af þeim krafti sem við höfum
tileinkað okkur fram að þessu eigum
við möguleika á að hreppa hann að
nýju. Sé leikgleðinni skipað í önd-
vegi geta sigrarnir rétt eins siglt í
kjölfarið. Ánægjan er dýrmætasta
eign hvers leikmanns og það er hún
sem getur lyft honum og liðinu í heild
yfir ókleifar hindranir."
Það hvílir engin leynd
yfir mínum aðferðum
„Við Valsmenn tökum aðeins einn
leik fyrir hverju sinni, ekkert lið
gleypir meistaratign í einum munn-
bita. Ætlun okkar er þó vitanlega að
gera vel sé á heildina litið, leikurinn
snýst jú um sigur, - síst viljum við
bregðast fjölmörgum áhangendum
okkar,“ sagði Ross er hann mátti
lýsa leiðum sínum til að ná árangri.
„Við notum boltann mjög mikið á
vaii
sn]anna
„Sé ánægjan fyrir
hendi höfúm við
ekkert að óttast“