Valsblaðið - 01.05.1987, Page 78
78
hafa tekið þátt í opinberum mótum í
handknattleik.
5. fl. karla. í þessum flokki hafði ekki
unnist sigur síðan 1978. Árið 1984
náðist langþráður árangur, þegar
flokkurinn varð aftur íslandsmeist-
ari. Þessi sami hópur sigraði einnig á
Reykjavíkurmóti bæði í aog b, tíma-
bilið 1983-84. Þjálfarar voru
Magnús Blöndal og Egill Sigurðs-
son.
Tímabilið 1985-86 má telja eitt
hið allra stórkostlegasta í sögu
þessa flokks, en þá náðist sá ein-
stæði árangur, að sigra bæði (s-
lands- og Reykjavíkurmót með fullu
húsi stiga. Þjálfari flokksins var
Theodór Guðfinnsson.
Flokkurinn lenti í öðru sæti árið
1984- 85.
4. fl. karla. Á því tímabili sem hér er
til umræðu, hefur þessum flokki ekki
tekist að sigra í íslandsmóti, en
komst mjög nálægt því tímabilið
1985- 86, er flokkurinn lenti í þriðja
sæti með 23 stig af 24 mögulegum.
Frekar óvænt! Flokkurinn varð
Reykjavíkurmeistari á þessu tíma-
bili. Þjálfarar flokksins voru Magnús
Blöndal og Egill Sigurðsson. Tírría-
bilið 1986-87 lenti flokkurinn í þriðja
sæti á íslandsmóti og í örðu sæti á
Reykjavíkurmóti. Þjálfari flokksins
var Theodór Guðfinnsson.
3. fl. karla. Þessi flokkur varð síðast
íslands- og Reykjavíkurmeistari árið
1981- 82 undir stjórn Boris Ahchac-
ev. Síðan hefur lítið sem ekkert
gengið hjá þessum flokki, fyrr en nú
í ár að flokkurinn lenti í öðru sæti á
Rvk-móti og í hinu 6. á ísl.-móti.
Þetta er besti árangur, sem þessi
hópur hefur náð til þessa. Árgangur
1970-71.
2. fl. karla varð Bikarmeistari og
Reykjavíkurmeistari 1981-82. Ein-
nig náðist sá frábæri árangur hjá
þessum flokki árið eftir að hann varð
íslands-, Bikar- og Reykjavíkur-
meistari með fullu húsi stiga. Uppi-
staða meistaraflokks karla í dag er
úr þessum flokki. Þjálfari Þorbjörn
Jensson.
Mfl. karla. Reykjavíkurmeistarar
1982- 83, 1983-84, 1985-86.
Mfl. kvenna. Flokkurinn varð ís-
landsmeistari 1984-85. Þjálfari liðs-
ins var Jón P. Jónsson. Reykjavík-
urmeistarar 1983-84 og 1985-86.
Old Boys. Þessi stjörnum prýddi
flokkur hefur haldið áfram að skila
inn titlum í jöfnu hlutfalli við aukningu
á líkamsþunga leikmanna. T.d. hafa
þeir skilað inn nokkrum Rvk-móts og
íslandsmeistaratitlum á þessu tíma-
bili.
Að lokum þakka ég allri farar-
stjórninni fyrir frábært samstarf.
Arnar Magnússon, Egill Sigurðsson,
Lilja Vilhjálmsdóttir, Sigurður Sigur-
þórsson svo og allir foreldrar sem
áttu ekki hvað sístan þátt í því að
þessi ferð varð að veruleika. Hún var
og verður ógleymanleg.
Núverandi stjórn handknattleiks-
deildar Vals færir öllum núverandi
svo og fyrrverandi þjálfurum félags-
ins hinar bestu þakkir.
Magnús Bl. Sigurbjörnsson.
Innheimtuþjónusta
FJÁRHEIMTAN HF
Laugavegi 18
6. hæð, sími 622141
J