Valsblaðið - 01.05.1987, Qupperneq 7

Valsblaðið - 01.05.1987, Qupperneq 7
viö ávallt í toppbaráttu og aldrei var gefið eftir. Varð bæði bikar- og lands- meistari í Frakklandi - Nú náðirðu hátindi ferils þíns með Nice liðinu, var ekki stórkostlegt að vera einn lykilmanna í meistaraliði? „Það var stórkostlegt að leika með Nice á þessum árum. Ég varð bæði bikar- og landsmeistari í Frakklandi í herbúðum þess. Félagið var mjög sterkt á þessum tíma og í raun einna líkast Val um það leyti sem ég hvarf utan. Valur hafði þá um alllangt skeið hirt hvern titil sem glímt var um hér heima. Nice og Valur voru þannig lið sem vildu ekkert annað en sigur og það var sama hvaða ands- tæðingur átti í hlut. Árin í Nice voru mín bestu í knatt- spyrnunni. Ég fer nú árlega til borg- arinnar sem verndari eða guðfaðir knattspyrnumóts. Sú keppni er ætluð ungum drengjum en æskan ræður ávallt framtíð og veg knatt- spyrnunnarsem annarra íþrótta." Sá yngsti fyllti sjö ár en sá elsti var lyfsalinn á staðnum - Nú komstu heim að afloknum ferli sematvinnumaður, hvað tókþá við? „Ég hef ávallt tengst knattspyrnunni þótt ég hyrfi úr henni sem kepþnis- maður. Eftir heimkomuna hrönnuð- ust til að mynda uþp verkefni sem henni fléttuðust með einum eða öðrum hætti. Ég tók til að mynda að mér uppvakningu í Flafnarfirðinum. Þar hafði boltinn legið í híði talsvert lengi. Á fyrstu æfinguna mættu sjö menn, sá yngsti hafði fyllt sjö ár en sá elsti var lyfsalinn á staðnum. Ungir strákar þar ( bæ höfðu þó beðið þess að fá útrás á sviði knatt- spyrnunnar í langan tíma. Lífið fór að blómstra og eftir skamma stund unnum við sæti í fyrstu deild undir merkjum íþróttabandalags Hafnar- fjarðar. Ég er að vissu leyti sáttur við störf mín í Firðinum og tel að knatt- spyrnan þar beri enn merki vinnu minnar." Tækninni hrakar - Með hvaða lagi hefur knatt- spyrnan þróast frá því að þú varst fremstur í víglínu? „Knattspyrnan hér heima er ósköp svipuð og hún var á mínum leikdög- um. Þó tel ég að tækni eða bolta- meðferð hafi hrakað. Tími ungra drengja sem nú fer í knattspyrnu styttist óðum enda kallar svo margt annað á athyglina. Fyrir seinna stríð kom ekkert annað til greina en boltaspark eða vinna. Annars er ég sáttur við árangur ís- lenska landsliðsins á erlendum vett- vangi þótt ég sé á þeirri skoðun að skútuna eigi að manna með þeim sem leika kauplaust, leika hér heima. Við erum ekki atvinnumannaþjóð 7 og því eigum við að sýna okkar rétta andlit útávið. Valsliðið hefur allt sem til þarf - Telurðu að Valsliðið náiað hampa þeim grip í ársem mestu skiptir? „Mér líst mjög vel á Valsliðið í dag. Þetta eru sterkir piltar sem leika undir stjórn þjálfara sem er bersýni- lega stöðu sinni vaxinn. Hann virðist jafnframt vera félagi leikmanna og það eitt ræður miklu um árangur. Mér sýnist Valsliðið hafa allt sem til þarf. Það gæti því hampað íslands- bikarnum í haust. Þeir ná langt þessir strákar ef velgengnin og vissan um möguleikana stígur þeim ekki til höfuðs.“ Albert Guðmundsson í hrókasamræðum við fulltrúa fjölmiðla. Sviðsljósið hefur jafnan fallið á Albert enda hefur hann verið i miðri hringiðu íslenskra stjórn- mála á siðustu áratugum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.