Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 62
62
hefur starfað. Það var stórkostlegt
að leika í þessu liði, liði sem ekki var
einungis sterkt á pappírum heldur
líka þar sem mest reið á að það
stæði sig, á vellinum sjálfum.
Kominn heimtil að
leggja upp laupana
- Veröa Valsmenn islandsmeist-
arar í ár?
„Ég vonast fastlega eftir því að Vals-
menn standi undir þeim væntingum
sem til þeirra eru gerðar. Hugarfarið
er þó okkar versti fjandmaður, það er
nefnilega ekkert unnið með fallegum
nöfnum.
Valsmenn setja markið hátt í ár og
það er ánægjulegt að berjast um
sæti í liði sem hyggst hampa ís-
landsmeistarabikarnum.
Annars er ég nú að syngja mitt
síðasta í knattspyrnunni, kominn
heim til að leggja upp laupana. Þetta
er sjálfsagt svanasöngurinn, það
verður bara að ráðast hvort hann
verður hreinn eða falskur.
Feögarnir, Vals- og þingmennirnir, Ingi Björn Albertsson og Albert Guðmundsson takast
i hendur eftir glæsilegan sigur á leikvelli stjórnmálanna.
Þaö er óhætt aö segja að Valsmenn mæti snyrtilegir til leiks í fyrstu deildinni í sumar. Verslunin Gæjar, Ingólfsstræti
8, hefur séð liðinu fyrir glæsilegum fatnaði og er Árna í versluninni færðar sérstakar þakkir. Með þessu framlagi
hefur hann veitt Valsliðinu ómetanlegan stuðning.
Valur er ein heild og ætla leikmenn liðsins að glíma sem heild í sumar. Af þeim sökum mæta þeir í eins klæðum
til leiksins.