Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 46
Miklar framkvæmdir
á félagssvæði Vals
- Nýtt íþróttahús tekið í notkun í haust
1. Bygging íþrótta- og
vallarhúss.
Árið 1986 var lokið við að klæða
gafla og þak á íþróttahúsi. í des-
ember það ár var þyrjað á vallarhús-
inu sem er bygging er tengir gamla
og nýja íþróttahúsið. Húsið verður
tvær hæðir, kjallari og ris. Þegar
þetta er skrifað er verið að byrja að
klæða þakið. í kjallara verður stór
útiklefi og aðstaða fyfir lyftingatæki
og líkamsræktaráhöld. Áfyrstu hæð
verða búningsherbergi, stjórnunar-
herbergi, verslun og síðan sér rek-
strareining þar sem verða sauna-
böð, Ijósalampar og sturtur. Á ann-
arri hæð hússins verður aðstaða
fyrir félagsstarfsemi auk eldhúss.
Einnig verður hægt að leigja út að-
stöðu fyrir leikfimi og þess háttar.
Ráðgert er að taka íþróttahúsið og
fyrstu hæð vallarhúss í notkun í
byrjun september. Heimaleikir Vals í
handknattleik og körfuknattleik
verða leiknir á Hlíðarenda næsta
keppnistímabil.
2. Bygging íþróttavalla.
í júnímánuði verður lokið við að tyrfa
um 20.000 fm svæði. Upphaflega
átti ekki að tyrfa nema um 10.000 fm
svæði í sumar en vegna velvilja
verktakafyrirtækisins Hagvirkis og
efnissalans Björgunar, sem bæði
hafa fallist á að lána Val verulegar
fjárupphæðir fram á næsta ár, var
ákveðið að Ijúka öllu svæðinu á
þessu sumri.
3. Malarvöllur endurvígður,
11-0 í fyrsta leik.
6. maí var malarvöllurinn, fyrsti
völlur Vals á Hlíðarenda endurvígð-
ur. Úlfar Þórðarson heiðursfélagi
Vals tók upphafsspyrnuna í leik Vals
og Ármanns í 5. flokki. Úlfar var for-
maður Vals og aðal forgöngumaður
um framkvæmdir á Hlíðarenda og
gekk inn á völlinn 3. september 1948
á sögulegri stundu ásamt Sr. Friðrik
Friðrikssyni leiðtoga Vals við vallar-
vígsluna.
All margt manna var við athöfnina
• Nýja íþróttahúsið að Hlíöarenda. Þar leika Valsmenn heimaleiki sína i körfubolta og handbolta næsta vetur.