Valsblaðið - 01.05.1987, Page 47

Valsblaðið - 01.05.1987, Page 47
47 • Vaskir Valsmenn við vinnu á félagssvæðinu. • Framkvæmdir við miðhýsi, þar sem búningaaðstaða verður meðal annars til húsa. 6. maí. Pétur Sveinbjarnarson for- maður Vals flutti stutt ávarp og þakk- aði þeim sem fyrir framkvæmdum stóðu. Hagvirki hf. annaðist verkið að mestu leyti. Malarefni var fengið frá Reykjavíkurborg og nutu Vals- menn sérstakrar aðstoðar Vals Guðmundssonar verkfræðings. Sr. Jónas Gíslason formaður lands- samtaka KFUM flutti ávarp og bæn en síðan hófst leikur Vals og Ár- manns í 5. flokki. Leiknum lauk með sigri Vals 11-0. Góð byrjun á nýjum velli. Framkvæmdanefnd um bygg- ingu nýju grasvallanna stjórnaði verkinu. í nefndinni eiga sæti Sig- tryggur Jónsson formaður, Jón G. Zoega og Harry Sampsted. 4. Viðbygging við eldra félagsheimili. Hönnuð hefur verið viðbótarbygging við félagsheimilið (fjósið). Úlfar Más- son arkitekt hefur annast það verk. Um er að ræða setustofu með arni. Viðbótarbyggingin mun auka nota- gildi heimilisins verulega. Húsið verður í framtíðinni notað sem „klúbbhús". Lokið er að grafa grunn- inn en framhaldið er undir sjálfboð- avinnu komið. 5. Bílastæði við flugvallarveg. Lokið er við að byggja bílastæði fyrir um 150 bifreiðir við Flugvallarveg, þ.e. við suðurenda Hlíðarendavall- ar. Meiningin er að aðalinngangur á knattspyrnuleiki verði við þetta hlið í sumar. Vilyrði hefur fengist frá Flug- leiðum að nota bílastæði þeirra við Hótel Loftleiði.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.