Valsblaðið - 01.05.1987, Page 13
„Skemnvtilegur
einlægur...
-segireinn markheppnasti Valsarinn,
Sigurjón Kristjánsson
NAFN: Sigurjón Kristjánsson.
ALDUR: 25 ára.
STARF: Nemi.
HÆÐ Á SOKKALEISTUM OG
ÞYNGD ÁN FATA: 1.74 á berum ilj-
um og 70 kílógrömm.
FJÖLSKYLDA: Sambúö, meö
stúlku að sjálfsögðu.
BLIKKHROSS: Glænýr Fíat Únó.
LANDSLEIKIR: 4 A-leikir.
DRAUMASTAÐA: Sú sem mér
hentar hverju sinni.
LEIKURÐU ALLTAF ( SKÓM MEÐ
STÁLTÁ: Nei, en þó svona af og til.
MINNISSTÆÐASTI ATBURÐUR Á
VELLINUM: Kemur bara enginn í
hugann.
HVENÆR SÁSTU FYRST RAUTT:
Þegar ég klæddist Valspeysunni í
fyrstasinn.
HEFURÐU TÖLU Á SJÁLFS-
MÖRKUNUM: Já þaö geri ég, ekki
neitt sem betur fer.
UPPÁHALDSKNATTSPYRNU-
MAÐUR: Karl Heinz Rúmliggjandi.
ER EITTHVAÐ HÆFT ( ÞEIM KVITT
AÐ JÚVENTUS HAFI GERT ÞÉR
ÆVINTÝRALEGT TILBOÐ EFTIR
VIÐUREIGN ÞEIRRA OG YKKAR
SÍÐASTLIÐIÐ HAUST: Ég varð ald-
rei var við neitt slíkt.
BESTI MATUR: Soðníngin, ný ýsa
uppúr potti með kartöflum og smjöri.
BESTI DRYKKUR: Óþynnt kók.
UPPÁHALDSTÓNLISTARMAÐUR:
Sverrir Stormsker.
BESTI LEIKARI: Al Pacino.
BESTA BÍÓMYND: Papillion.
BESTI SJÓNVARPSÞÁTTUR:
„Perfect Strangers."
KOSTIR: Skemmtilegur, einlægur,
já öðru fremur einlægur.
VANKANTAR: Óframfærinn.
STÆRSTI DRAUMUR: Að komast í
landsliðið.
FALLEGASTI KVENMAÐUR SEM
HEFUR SÉÐ ÞIG: Kærastan, til að
haldahenni góðri.
HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ
YNNIR HEILAR TVÖ HUNDRUÐ
KRÓNUR í LOTTÓINU: Fara í bíó
og kaupa ropvatn í hléinu.