Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 16

Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 16
16 lan Ross hefur náð frábærum árangri með Valsliðið á síðustu misserum æfingum, enda er hann þungam- iðjan þegar á hólminn er komið. Það hvílir engin leynd yfir mínum aðferð- um. Velgengni okkar ræðst meðal annars af hugarfari leikmanna sem er stórkostlegt. Hver og einn er reiðu- ubúinn til að leggja það á sig sem til þarf. Ég á ekki von á að leikmenn glati einbeitingunni enda hlusta þeir fremur á mig en að treysta því sem fram kemur í fjölmiðlum. Þeir vita að það er óvænlegt að stefna á titil því næsti mótherji stendur ávallt í vegin- um. Það er einmitt hann sem við eigum að blína á og ekkert annað. Að mínu viti er mikilvægt að þjálf- ari knattsþyrnuliðs standi nærri leik- mönnum sínum, við þá verður hann að eiga ágætt samband og gott samstarf. Þó má hann aldrei verða þeim of nærri. Til að ná árangri er nauðsynlegt að halda upþi aga í leik- hóþnum. Eitt erfiðasta hlutskipti þjálfarans er að finna jafnvægið, meðalveginn milli vináttunnar og þeirrar fjarlægðar sem nauðsynlega verður að móta milli leikmanna og Valur - Valsmerkið og Valsbúningurinn Einn af stofnendum Vals, Filippus Guðmundsson átti hugmyndina að nafni félagsins. Sagan segir að þegar KFUM-strákarnir, sem stofn- uðu félagið, voru eitt sinn á sparkæf- ingu vestur á Melum kom fálki og sveimaði yfir höfðum þeirra. Filippus stakk þá upp á nafninu VALUR. Nafnið var borið undir Sr. Friðrik, sem samþykkti það strax. Félagsmerki Vals var samþykkt á aðalfundi knattspyrnufélagsins Vals 1926 á 15 ára afmæli félagsins. Hugmyndina að merkinu átti Ámundi Sigurðsson, en Tryggvi Magnússon listmálari teiknaði. Ákvæði um merki og búning Vals er að finna í 2. gr. laga félagsins. Þar segir: „Merki fél- agsins er skjöldur, en grunnur hans sól, sem sendir frá rauða og bláa geisla og í miðjum fleti skjaldarins er fljúgandi valur með knött í klónum. Á knöttinn skal letra nafnið VALUR, ef stærð merkisins leyfir. Búningur fél- agsins er rauð treyja, hvítar buxur og rauðirsokkar." Stjórn Vals hefur samþykkt að kynna rækilega Valsmerkið meðal félagsmanna og hvetja þá til að bera það daglega, einnig þá hugmynd að Valsmenn hafi merkið í bílrúðum á bílum sínum. Ágóða af merkjasöl- unni veröur varið til þess að gera við og setja upp í klúbbhúsi félagsins sögulegar myndir og muni. Merkin eru seld í íþróttahúsi Vals að Hlíðar- enda. Stefnt er að því að Valsmerkið verði samræmt á öllum keppnisbún- ingum félagsins með sama lagi og búningur allra kappliða félagsins. þess manns sem heldur um stjórn- völinn.“ Hópurinn er lítill en samhentur og sterkur „Hópurinn í dag er lítill en sam- hentur og jafnframt sterkur. Það er hollt hverju liði að samkeppni sé um sæti, leikmenn leggja harðar að sér og verða reiðubúnir til að leggja allt í sölurnartil að leika. í raun má segja að menn ráði sjálfir liðinu því leikhópurinn ræðstaf frammistöðu einstaklinganna. Við höfum átt mikilli velgengni að fagna í vor og höfum skorað í hverjum leik. Fram að þessu hef ég ekki óttast markarýrð. Færin hafa vitanlega ávallt verið margfalt fleiri en mörkin en þegar boltinn fer í netið hjá andstæðingnum er allt á réttri leið. í sjálfu sér er það enginn einn sem gerir mark í leik því liðið er ein heild sem stefnir markvisst að því að skora. Á meðan leikmenn hafa þetta í huga, og spila hver fyrir annan og liðið í heild sinni, getum við náð við- unnandi árangri þegar upp verður staðið." Leikum óhræddir gegn hvaða liði sem er „Ég verð að játa að ég var ekki sáttur við þær gagnrýnisraddir sem komu upp eftir leiki okkar við Júventus," segir Ross þegar spjallið berst að Evrópuglímum Valsmanna. „Vitanlega gátum við mætt þeim ítölsku af hörku, leikið af heift og pakkað liði okkar í vörn með það eitt fyrir augum að brjóta sóknir þeirra á bak aftur. Ég held hins vegar að allir í liðinu séu sáttari við leikina vegna þeirrar leiðar sem var kjörin. Við tókum þann pól í hæðina að leika áferðafal- lega knattspyrnu, gera íþróttinni eins hátt undir höfði og okkur var unnt. Það er Valsliðinu til hóls að dómari leiksins í Tórínó tók í hönd leikmanna liðsins eftir viðureignina til þess eins að þakka fyrir þeirra hlut í afargóðum leik. Eins og málum er komið í dag leikum við óhræddir gegn hvaða andstæðingi sem er. Meginatriðið er að hafa gaman að því að leika og sé ánægjan fyrir hendi höfum við ekkert að óttast."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.