Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 43
„Þá myndi ég kaupa
mér kók og prins“
- segir Guðmundur Baldursson markvörður í meistarafíokksliði Vals
NAFN: Guömundur Helgi Baldurs-
son.
ALDUR: 27 ára.
STARF: Skrifstofustjóri.
HÆÐ Á SOKKALEISTUM OG
ÞYNGD ÁN FATA: 2.05 á morgnana
en 1.90 á kvöldin.
FJÖLSKYLDA: Dóttir, 4ra ára og eitt
á leiöinni.
BLIKKHROSS: Mitsúbitsí Lanser
1983 árgerð og þrjú af holdi og blóði.
LANDSLEIKIR: 8 A-leikir og 4 ung-
lingaleikir.
DRAUMASTAÐA: Markveröir eru
einstaklega markagráðugir leik-
menn, - senter enginn vafi.
SJÁLFSMÖRK: Ég man ekki eftir að
hafa gert sjálfsmark í svipinn.
LEIKURÐU ALLTAF í SKÓM MEÐ
STÁLTÁ: Oft veitti ekki af því, nei, ég
leik aldrei með stáltá.
MINNISSTÆÐASTI ATBURÐUR Á
VELLINUM: Það var að mig minnir á
írlandi í miðjum Evrópuleik. Hafþór
Sveinjónsson fauk útaf fyrir ein-
hverjar sakir sem ég man ekki í
svipinn. Það er í sjálfu sér lítt í frá-
sögur færandi en Trausti Haralds-
son bakvörður tók ekki eftir að liðið
þynntist. Áttaði sig bara ekki á því
hvað mikið álag var í vörninni. Þegar
hann mætti síðan Hafþóri í klefanum
eftir leikinn, klæddum og kembdum,
missti hann hins vegar andlitið.
HVENÆR SÁSTU FYRST RAUTT:
Þegar ég var búinn að gera það upp
við mig að halda áfram þjarkinu kom
rauði liturinn einn til greina, Valur.
Liðið er á sigurbraut eins og Fram
sem ég lék með áður.
VERSTU MÖRKIN: Ég gleymi því
aldrei þegar Sigurlás Eyjamaður
skoraði í gegnum klofið á mér, nán-
ast frá miðju vallarins. Hann lék þá
með Víkingum. Ef ég man rétt þá fór
leikurinn 4-1 fyrir þá og hann gerði öll
mörkin fjögur.
UPPÁHALDSKNATTSPYRNU-
MAÐUR: Engin spurning . . . Sigur-
vinsson og Marteinn Geirsson.
ÁHUGAMÁL: Þau eru mörg, þó má
nefna hestamennsku og skotveiði
sérstaklega. Ekki má heldur gleyma
golfinu.
BESTI MATUR: Hamborgarhryggur
með öllu tilheyrandi.
BESTI DRYKKUR: Mjólk.
UPPÁHALDSTÓNLISTARMAÐUR:
Þeir eru margir, þó má öðrum fremur
nefna Bruce Springsteen.
BESTI LEIKARI: Peter Sellers.
BESTA BÍÓMYND: Being there
með Peter Sellers.
BESTI SJÓNVARPSÞÁTTUR:
Cosby Show.
KOSTIR: Rólegurog þrjóskur.
VANKANTAR: Þrjóskurog rólegur.
STÆRSTI DRAUMUR: Komast
lengra en staðan er í dag.
FALLEGASTI KVENMAÐUR SEM
HEFUR SÉÐ ÞIG: Konan mín.
HVAÐ MYNDIRÐU GERA EF ÞÚ
YNNIR HEILAR TVÖ HUNDRUÐ
KRÓNUR í LOTTÓINU: Kaupa kók
og prins.
Guömundur mættur að Hlíðarenda til að standa undir markslánni hjá
Valsmönnum. Hann er mikill fengur fyrir liðið.