Valsblaðið - 01.05.1987, Side 51

Valsblaðið - 01.05.1987, Side 51
Heim á Hlíðarenda Heim á Hlíöarenda. Ársins 1983 verðurminnstsem merkisárs í íslenskri íþróttasögu. Þá fór fram fyrsti íslenski 1. deildar knattspyrnuleikurinn á félagsvelli - heimaleikur Vals að Hlíðarenda. Langþráð markmið var orðið að veru- leika. Þeir sem söguna rita og dæma síður munu telja þennan atburð marka þáttaskil í þróun íslenskra íþróttamála. Nú hefur annað reyk- vískt íþróttafélag, KR fylgt í fótspor Vals og flutt heimaleiki sína í 1. deild á eigið félagssvæði. (þróttabandalag Akraness (ÍA) hefur yfir- tekið rekstur íþróttavallarins á Akranesi og leikur því 1. deildar leiki sína á „eigin“ heimavelli. Þetta er ánægjuleg þróun og íslenzkum íþróttum til framfara. For- senda þess að íþróttafélögin geti starfað og dafnað er að þau séu ekki leiguliðar í opinberum mannvirkjum, að þau geti haft allt sitt starf íþróttaiðkun, íþróttakeppni og félagsstarf á eigin félagssvæði. Valsmenn börðust lengi og oft harðri baráttu stundum einir innan íþróttahreyfingarinnar til þess að heimaleikir í knattspyrnu kæmust á. Fyrst varð að breyta reglum um tekjuskiptingu í 1. deild á þingi Knatt- spyrnusambandsins. Það mál komst fyrst í höfn 1980. Þegar Vals- menn fluttu það mál 1976 voru þeir sakaðir um frekju. í dag dettur engum í hug að hverfa til „gamla“ tímans og er það vel. Því miður var málið ekki strax í höfn. Þegar Valur ætlaði að leika sína heimaleiki á Hlíðarenda krafðist borgin sérstaks gjald fyrir viðhald vallarins á Hlíð- arenda. Var forsenda sú að Valur færi nú að hafa tekjur af vellinum og Laugardaglsvöllur missti tekjur af leikjum Vals þ.e. vallarleigu og tekjur af veitingasölu. Varð Valur eitt félaga að greiða þetta gjald í fyrstu, en það hefur nú verið fellt niður. Áfram skal haldið. Næsta stóra viðfangsefnið er að flytja keppni og allar æfingar í handknattleik og körfuknattleik heim á Hlíðarenda. Æfingar í þessum greinum eru nú stundaðar í leiguhúsnæði á þremur stöðum í borginni. Heimaleikir Valsfarafram í Laugardalshöll og Selja- skóla í Breiðholti. í ár rætist sá stóri draumur að Valur getur flutt heim á Hlíðarenda bæði íþróttaæfingar og heimaleiki sína í handknattleik og körfuknattleik. Valur verður því fyrst reykvískra íþróttafélaga til þess að leika heimaleiki í þessum írþóttagreinum í eigin félagshúsi. Þessar framkvæmdir leggja miklar skyldur á herðar okkar Vals- manna. Á aðalfundi Vals 1986 voru samþykktar breytingar á lögum Vals, sem hafa það markmið að treysta innviði félagsins og styrkja stjórnun. Á síðasta ári var það skref stigið að ráða framkvæmdastjóra til starfa hjá félaginu. Reykvísku íþróttafélögin eiga því miður við vax- andi tilvistarvanda að glíma, vegna deildarskiptingar. Hjá þessu vandamáli vilja Valsmenn komast. Valsmenn ætla áfram að vera í einu sameinuðu félagi Knattspyrnufélaginu Val. Með Valskveðju Pétur Sveinbjarnarson • Pétur Sveinbjarnarson, formaður Vals.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.