Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 51

Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 51
Heim á Hlíðarenda Heim á Hlíöarenda. Ársins 1983 verðurminnstsem merkisárs í íslenskri íþróttasögu. Þá fór fram fyrsti íslenski 1. deildar knattspyrnuleikurinn á félagsvelli - heimaleikur Vals að Hlíðarenda. Langþráð markmið var orðið að veru- leika. Þeir sem söguna rita og dæma síður munu telja þennan atburð marka þáttaskil í þróun íslenskra íþróttamála. Nú hefur annað reyk- vískt íþróttafélag, KR fylgt í fótspor Vals og flutt heimaleiki sína í 1. deild á eigið félagssvæði. (þróttabandalag Akraness (ÍA) hefur yfir- tekið rekstur íþróttavallarins á Akranesi og leikur því 1. deildar leiki sína á „eigin“ heimavelli. Þetta er ánægjuleg þróun og íslenzkum íþróttum til framfara. For- senda þess að íþróttafélögin geti starfað og dafnað er að þau séu ekki leiguliðar í opinberum mannvirkjum, að þau geti haft allt sitt starf íþróttaiðkun, íþróttakeppni og félagsstarf á eigin félagssvæði. Valsmenn börðust lengi og oft harðri baráttu stundum einir innan íþróttahreyfingarinnar til þess að heimaleikir í knattspyrnu kæmust á. Fyrst varð að breyta reglum um tekjuskiptingu í 1. deild á þingi Knatt- spyrnusambandsins. Það mál komst fyrst í höfn 1980. Þegar Vals- menn fluttu það mál 1976 voru þeir sakaðir um frekju. í dag dettur engum í hug að hverfa til „gamla“ tímans og er það vel. Því miður var málið ekki strax í höfn. Þegar Valur ætlaði að leika sína heimaleiki á Hlíðarenda krafðist borgin sérstaks gjald fyrir viðhald vallarins á Hlíð- arenda. Var forsenda sú að Valur færi nú að hafa tekjur af vellinum og Laugardaglsvöllur missti tekjur af leikjum Vals þ.e. vallarleigu og tekjur af veitingasölu. Varð Valur eitt félaga að greiða þetta gjald í fyrstu, en það hefur nú verið fellt niður. Áfram skal haldið. Næsta stóra viðfangsefnið er að flytja keppni og allar æfingar í handknattleik og körfuknattleik heim á Hlíðarenda. Æfingar í þessum greinum eru nú stundaðar í leiguhúsnæði á þremur stöðum í borginni. Heimaleikir Valsfarafram í Laugardalshöll og Selja- skóla í Breiðholti. í ár rætist sá stóri draumur að Valur getur flutt heim á Hlíðarenda bæði íþróttaæfingar og heimaleiki sína í handknattleik og körfuknattleik. Valur verður því fyrst reykvískra íþróttafélaga til þess að leika heimaleiki í þessum írþóttagreinum í eigin félagshúsi. Þessar framkvæmdir leggja miklar skyldur á herðar okkar Vals- manna. Á aðalfundi Vals 1986 voru samþykktar breytingar á lögum Vals, sem hafa það markmið að treysta innviði félagsins og styrkja stjórnun. Á síðasta ári var það skref stigið að ráða framkvæmdastjóra til starfa hjá félaginu. Reykvísku íþróttafélögin eiga því miður við vax- andi tilvistarvanda að glíma, vegna deildarskiptingar. Hjá þessu vandamáli vilja Valsmenn komast. Valsmenn ætla áfram að vera í einu sameinuðu félagi Knattspyrnufélaginu Val. Með Valskveðju Pétur Sveinbjarnarson • Pétur Sveinbjarnarson, formaður Vals.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.