Valsblaðið - 01.05.1987, Page 39

Valsblaðið - 01.05.1987, Page 39
39 Meistaraflokkslið Vals í kvennaflokki sem fær það erfiða verkefiii að verja íslandsmeistaratitilinn og bikarinn. Ekki létt verk að halda titlunum tveimur Ragnheidurfyririiði kvennaliðsins. Meistaraflokkur kvenna náði ótrú- legum árangri í fyrra. Létu „Valkyrj- urnar“ sér ekki nægja að hampa (s- landsmeistaratitlinum heldur lögðu einnig mótherja sína að velli í úr- slitum bikarsins. Logi Ólafsson er nú tekinn við þjálf- un valkyrjanna og fær það erfiða verkefni að halda í horfinu. „Það verður ekki létt verk að halda titlunum tveimur því andstæðingarn- ir munu mæta grimmari til leiks í sumar en oft áður. Allir vilja jú leggja meistarana að velli," sagði Logi er hann var spurður álits á Valsliðinu. „Við höfum misst skæðasta sókn- armann liðsins, Kristínu Arnþórs- dóttur,“ segir Logi, „en hún gerði ekki færri en 22 mörk í fyrra. Ég er þó ekkert að örvænta. Liðið er firna- sterkt og við eygjum möguleika á að vinna ágæt afrek. Þótt ófá lið hafi eflst lít ég til tímabilsins með hóflegri bjartsýni," sagði Logi að lokum. Logi þjálfari kvennaflokksins.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.