Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 75

Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 75
Valur átti lið í úrslitum í öllum flokkum í körfubolta Á aðalfundi Vals 28. febrúar síðast- liðinn var Sigurður Lárus Hólm kos- inn formaður körfuknattleiksdeildar. Á deildarfundi þann 11. mars voru samkvæmt lögum félagsins kosnir stjórnarmenn. Þeir eru: Jón Steingrímsson Auðunn Ágústsson Helgi Gústafsson Örn Jacobsen Brynjólfur Lárentínusson Kristján Ágústsson Hafsteinn Hafsteinsson Gunnar Svavarsson Keppnistímabil körfuknattleiks- manna lauk í apríl. í körfuknattleik náði Valur þeim góða árangri að eiga lið í úrslitakeppni (slandsmóts- ins í öllum flokkum allt frá minnibolta- liðinu og upp í meistaraflokk. Var Valur eina liðið sem gat státað af þessu. Hins vegar tókst okkur ekki að verða íslandsmeistari í neinum flokki, en bestum árangri náðu minni- bolti og meistaraflokkur, en þeir urðu báðir í öðru sæti á nýafstöðnu ís- landsmóti. Aðrir flokkar lentu í þriðja til fjórða sæti. Meistaraflokkslið náði einnig að komast í úrslitaleik bikar- keppninnar, en þar lékum við síðast 1983. Eins og öllum er vafalaust kunnugt beið Valur lægri hlut í þeim úrslitaleik, þannig að segja má að silfurverðlaun hafi verið okkar aðall á liðnum vetri. Körfuboltinn skilaði Val tveim Reykjavíkurmeistaratitlum í 3. flokki og minnibolta. Þá vann minniboltinn svokallað Hl-C mót, sem er mót bestu liða landsins í yngri aldurs- flokkunum. Þegar á heildina er litið geta Valsmenn unað þokkalega sáttir við sinn hlut í körfuboltanum á liðnum vetri þó svo alltaf sé sárt að tapa úrslitaleikjum, en eins og áður sagði erum við í hópi fjögurra bestu liða í öllum flokkum á íslandi. Á síðastu keppnistímabili náði Torfi Magnússon þeim áfanga að fara yfir 400 leikja markið í körfubolt- anum, og er hann fyrstur Valsmanna til að ná því marki, samkvæmt leik- skýrslum er Torfi búinn að skora um 6000 stig fyrir félagið á sínum ferli, og Valsmenn vita að ófá stigin eiga eftir að bætast við, þá er Torfi einnig landsleikjahæstur íslendinga í körfubolta með um 130 leiki. Aðrir leikmenn sem náðu viðurkenning- aráfanga í leikjafjölda voru Einar Ólafsson og Páll (sundkappi) Arnar sem fóru yfir 100 leikja markið. Körfuknattleiksmaður Vals var kosinn í fjórða sinn og hlaut Tómas Holton titilinn að þessu sinni. Af leikmönnum yngri flokkanna hlutu eftirtaldir viðurkenningar að loknu keppnistímabilinu: Ragnar Þór Jónsson, Ieikmaður3. fl. Arnar Guðmundsson, viðurkenning fyrir framfarir Hannes Haraldsson, viðurkenning fyrir góða æfingasókn Aðalsteinn Jóhannesson, leikmaður 4. fl. Bjarki Guðmundsson, viðurkenning fyrir framfarir Sveinn Zoega, viðurkenning fyrir góða æfingasókn Ingþór Hrafnkelsson, leikmaður 5. fl. Ingvar Jónsson, viðurkenning fyrir framfarir Þórhallur Ágústsson, viðurkenning fyrir góða æfingasókn Guðmundur Brynjólfsson, Ólafur Brynjólfsson, leikmenn minn- ibolta GunnarZoega, besti varnarmaður Halldór Vilhelmsson, viðurkenning fyrir framfarir. Alls voru á milli 110-120 iðkendur í körfuknattleik hjá Val á liðnum vetri. Nú í júní fara átta strákar úr Val í hálfsmánaðaræfingabúðir til Du- buque í lowa í Bandaríkjunum, þar munu þeir dveljast undir leiðsögn Jon West,' sem var þjálfari hjá Val á síðasta keppnistímabili. í árlegri firmakeppni Vals sem haldin var í febrúar sigraði fyrirtækið Pökkun og flutningar. Körfuknattleiksmenn horfa björtum augum til komandi keppnist- ímabils, einkum og sér í lagi vegna þess að næsta haust hillir undir að nýja íþróttahúsið opni, með því eign- umst við Valsmenn alvöru heimsvöll í körfu- og handbolta. Með óskum um að knattspyrnu- mönnum gangi vel í sumar. ÁFRAM VALUR! Tómas Holton einn skæðasti leik- maður Vals á síðasta tímabili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.