Valsblaðið - 01.05.1987, Síða 67

Valsblaðið - 01.05.1987, Síða 67
„Ég er stundvís“ - segir Sævar Jónsson vamarfursti Sævar Jónsson fjall í Valsvöminni NAFN: Amfinnur Sævar Jónsson. ALDUR: 28 ár að baki. STARF: Sölumaður. HÆÐ Á SOKKALEISTUM OG ÞYNGD ÁN FATA: 188 sentímetrar og 85 kílógrömm. FJÖLSKYLDA: Einhleypur sem stendur. BLIKKHROSS: Golf GTI. LANDSLEIKIR: 36 A-landsleikir. DRAUMASTAÐA: Leik vitanlega í henni. LEIKURÐU ALLTAF í SKÓM MEÐ STÁLTÁ: Ég varð að hætta því, var ekki í réttu samböndunum þegar innflutningur fór að bregðast opin- berlega. MINNISSTÆÐASTI ATBURÐUR Á VELLINUM: Þegar Valur varð (s- landsmeistari 1978. Það árið skoruðum við 45 mörk en fengum aðeins 8 á móti. HVENÆR SÁSTU FYRST RAUTT: Var fyrst og síðast rekinn af leikvelli I Belgíu 1982. Rauðri Valspeysu klæddist ég fyrst á tíunda árinu ef út í það er farið. HEFURÐU TÖLU Á SJÁLFS- MÖRKUNUM: Hef ekki gert neitt hreint sjálfsmark á æfinni. UPPÁHALDSKNATTSPYRNU- MAÐUR: Beckenbauer kemst einna næst hælum mínum. BESTI MATUR: Pastarétti get ég vel étið. BESTI DRYKKUR: Kókið. UPPÁHALDSTÓNLISTARMAÐUR: Simply Red meðal annarra og Gen- esis ævarandi uppáhald. BESTI LEIKARI: Jack Nicholson er alltaf jafn hrollvekjandi. BESTA BÍÓMYND: Gaukshreiðrið er traust mynd og lífseig. BESTI SJÓNVARPSÞÁTTUR: Horfi nánast aldrei á skjáinn, íþróttir eru þó bestar. KOSTIR: Stundvísi. VANKANTAR: Stundvísi. STÆRSTI DRAUMUR: Að vinna tvöfalt í ár. FALLEGASTI KVENMAÐUR SEM HEFUR SÉÐ ÞIG: Karólína án tví- mæla. HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ YNNIR HEILAR TVÖ HUNDRUÐ KRÓNUR í LOTTÓINU: Kaupa mér ís með dýfu.

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.