Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 55

Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 55
55 „Nicholson er starfi sínu vaxinn“ - segir Valur Valskempa í yfirtieyrslu NAFN: Valur Einar Valsson. ALDUR: 25 ára. STARF: Skrifstofumaður. HÆÐ Á SOKKALEISTUM OG ÞYNGD ÁN FATA: 1.74 og einn þriðji. í kílóum telst ég hins vegar nærri árgerð bílsins míns eða 75. FJÖLSKYLDA: Kona og barn. BLIKKHROSS: Saab, eins og áður sagði 75 árgerð. Þetta er öndvegis bíll með líku lagi og eigandinn. LANDSLEIKIR: Þeireru ekki margir, þó má nefna tvo drengja, einn undir 18, tvo 21 árs og einn A-landsleik. DRAUMASTAÐA: Ég hef alltaf gaman af því að leika, staðan sjálf skiptir ekki höfuðmáli. SJÁLFSMÖRK: Ekkert. LEIKURÐU ALLTAF í SKÓM MEÐ STÁLTÁ: Ekki alltaf en hef þó gaman af því svona af og til. MINNISSTÆÐASTI ATBURÐUR Á VELLINUM: Skallamark Gríms Sæmundsen í Reykjavíkurmóti snemma vors gegn Ármenningum. Hann þrumaði boltanum með hausnum af svona 20 metra færi og sá hnöttótti fór beint í skeytin. HVENÆR SÁSTU FYRST RAUTT: Fékk blóðnasir eftir eitthvert þrakk- arastrikið hérna um árið. FLEST MÖRK í SAMA LEIKNUM: Aldrei skorað fieiri en tvö í alvöruleik. UPPÁHALDS KNATTSPYRNU- MAÐUR: Þorgrímur Þráinsson . . . eða þannig. ER EITTHVAÐ HÆFT í ÞEIM KVITTI AÐ JUVENTUS HAFI GERT ÞÉR ÆVINTÝRALEGT TILBOÐ EFTIR VIÐUREIGNIR ÞEIRRA OG YKKAR SÍÐASTLIÐIÐ HAUST: Það væri gaman ef svo hefði verið, þó ekki nema bara að komast þangað til að leika með varaliðinu. Þessir kallar eru göldróttir, allir með tölu. ÁHUGAMÁL: Þau eru svo mörg. BESTI MATUR: Kindalundir í rjóma- sósu með sveppum. BESTI DRYKKUR: Kók, óblandað iðulega. UPPÁHALDS TÓNLISTARMAÐ- UR: Mér þykir alltaf vænt um Billy Joel. BESTI LEIKARI: Jack Nicholson er tvímælalaust starfi sínu vaxinn. BESTA BÍÓMYND: Gaukshreiðrið. BESTI SJÓNVARPSÞÁTTUR: Cosby Show. KOSTIR: Já. VANKANTAR: Já. STÆRSTI DRAUMUR: Hef ekkert á móti því að eiga svona fimm hundruð fermetra hús. Þá væri líka gaman að hafa golfvöll til umráða, þó ekki væri nema vegna vallar- leigunnar. FALLEGASTI KVENMAÐUR SEM HEFUR SÉÐ ÞIG: Þær eru svo ótrú- legamargar. . . móðirmínermérþó sérlega minnisstæð. HVAÐ MYNDIRÐU GERA EF ÞÚ YNNIR HEILAR TVÖ HUNDRUÐ KRÓNUR i LOTTÓINU: Þetta er geysilega erfið spurning og sem slík krefst hún umhugsunar. Það er eins gott að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar svona miklar fjárhæðir eru í húfi. Ég myndi þó líklegast byrja að sleikja rjómaísinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.