Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 55
55
„Nicholson er
starfi sínu vaxinn“
- segir Valur Valskempa í yfirtieyrslu
NAFN: Valur Einar Valsson.
ALDUR: 25 ára.
STARF: Skrifstofumaður.
HÆÐ Á SOKKALEISTUM OG
ÞYNGD ÁN FATA: 1.74 og einn
þriðji. í kílóum telst ég hins vegar
nærri árgerð bílsins míns eða 75.
FJÖLSKYLDA: Kona og barn.
BLIKKHROSS: Saab, eins og áður
sagði 75 árgerð. Þetta er öndvegis
bíll með líku lagi og eigandinn.
LANDSLEIKIR: Þeireru ekki margir,
þó má nefna tvo drengja, einn undir
18, tvo 21 árs og einn A-landsleik.
DRAUMASTAÐA: Ég hef alltaf
gaman af því að leika, staðan sjálf
skiptir ekki höfuðmáli.
SJÁLFSMÖRK: Ekkert.
LEIKURÐU ALLTAF í SKÓM MEÐ
STÁLTÁ: Ekki alltaf en hef þó
gaman af því svona af og til.
MINNISSTÆÐASTI ATBURÐUR Á
VELLINUM: Skallamark Gríms
Sæmundsen í Reykjavíkurmóti
snemma vors gegn Ármenningum.
Hann þrumaði boltanum með
hausnum af svona 20 metra færi og
sá hnöttótti fór beint í skeytin.
HVENÆR SÁSTU FYRST RAUTT:
Fékk blóðnasir eftir eitthvert þrakk-
arastrikið hérna um árið.
FLEST MÖRK í SAMA LEIKNUM:
Aldrei skorað fieiri en tvö í alvöruleik.
UPPÁHALDS KNATTSPYRNU-
MAÐUR: Þorgrímur Þráinsson . . .
eða þannig.
ER EITTHVAÐ HÆFT í ÞEIM
KVITTI AÐ JUVENTUS HAFI GERT
ÞÉR ÆVINTÝRALEGT TILBOÐ
EFTIR VIÐUREIGNIR ÞEIRRA OG
YKKAR SÍÐASTLIÐIÐ HAUST: Það
væri gaman ef svo hefði verið, þó
ekki nema bara að komast þangað til
að leika með varaliðinu. Þessir kallar
eru göldróttir, allir með tölu.
ÁHUGAMÁL: Þau eru svo mörg.
BESTI MATUR: Kindalundir í rjóma-
sósu með sveppum.
BESTI DRYKKUR: Kók, óblandað
iðulega.
UPPÁHALDS TÓNLISTARMAÐ-
UR: Mér þykir alltaf vænt um Billy
Joel.
BESTI LEIKARI: Jack Nicholson er
tvímælalaust starfi sínu vaxinn.
BESTA BÍÓMYND: Gaukshreiðrið.
BESTI SJÓNVARPSÞÁTTUR:
Cosby Show.
KOSTIR: Já.
VANKANTAR: Já.
STÆRSTI DRAUMUR: Hef ekkert á
móti því að eiga svona fimm
hundruð fermetra hús. Þá væri líka
gaman að hafa golfvöll til umráða,
þó ekki væri nema vegna vallar-
leigunnar.
FALLEGASTI KVENMAÐUR SEM
HEFUR SÉÐ ÞIG: Þær eru svo ótrú-
legamargar. . . móðirmínermérþó
sérlega minnisstæð.
HVAÐ MYNDIRÐU GERA EF ÞÚ
YNNIR HEILAR TVÖ HUNDRUÐ
KRÓNUR i LOTTÓINU: Þetta er
geysilega erfið spurning og sem slík
krefst hún umhugsunar. Það er eins
gott að hafa vaðið fyrir neðan sig
þegar svona miklar fjárhæðir eru í
húfi.
Ég myndi þó líklegast byrja að
sleikja rjómaísinn.