Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1899, Blaðsíða 28
Bright’s-sýkin.
Bright’s sýkin er að verða aðallega amerí-
könsk sýki. Áfergja í auð, og óþolinmæði að
biða^eptir að fje manna ávaxtist, of mikill flýtir
við að borða, vökur, veislur og mikil andleg og
líkamleg áreynsla eru ósiðir, sem Ameríkumönn-
um eru samfara. og sem valda þvi aðBright’s-
sýkin er orðin þjóðarsýki hjer. Menn vinna og
vinna, slíta sjer út, eyðileggja taugakerfið, og
eru svo óvarkárir með það sem þeir borða, og gá
ekkert að því að þeir eru á beinni leið að fá
Bright’s-sýkina. Það getur verið að þú hafir
Bright’s-sýkina í mörg ár, áður en þú veist af
þvi. Frægur enskur læknir segir: „Bright’s-
sýkin hefur engin sjerstök einkenni og getur
verið að grafa um sig í langa tíð, áður en sjúk-
lingurinn veit af því að hann hafi sýkina’1. Þeg-
ar sýkin magna-t, er hægt að þekkja hana á
eggjahvítu i þvaginu, hólgu i fótunum, fölva i
andíitinu, tíðri löngun til að kasta af sjer þvagi,
ónotum i hálsinum, breytilegri matarlyst, höfuð-
verk, magnleysi, verk í hakinu, svefnleysi, og
hilun yfir höfuð að tala. Þegarþessara einkenna
vorður vart máttu vera viss um að nýrun i þjer
eru úr lagi. Eitrið, (þvagsýran) sem á að að-
skiljast frá hlóðinu, og fara með þvaginu úr
líkamanum, verðu eptir i blóðinu og eitrar það,
en efnin sem eiga að byggja líkamann upp verða
fyrir það ekki að hreinu hlóði og geta því ekki
erðið að tilætluðum notum. Innhyrlaðu þjer
ekki að þú hafir Briglit’s-sýki fyrir það þó að þú
hafir verk í spjaldhryggnum, — hálf flaska af