Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1899, Síða 54
26
Þetta sannarlega góömenni kom til þeirra litlu
eptir aö þeir voru sestir aöviðbæinn Kinmount.
Hann kenncli í brjósti um þá, því flestir voru
,,mállausir“ og fjelitlir líka, og einsetti sjer að
taka þátt í kjörum þeirra og bæta þau eptir
megni. Hann talaöi máli þeirra við Dufferin
lávarð, sem þá var lands'tjóri Canada, sjerstak-
lega um það, að stjórnin veitti fje til nýlendu-
stofnunar. Af hans livötum var það, að menn
voru sendir í landskoðun vestur til Manitoba
til að velja nýlendusvæði. Margir af mönnum
í Ontario þekktu þá Manitoba mjög lítið; allur
fjöldinn var afar mótsnúinn Manitoba; sögðu,að
þar væri ölifandi á vetrum fyrir kulda sakir og
Indíanar væru reiðubúnir, rjett hvenær sem
væri, að ráðast á nýbyggjana og drepa þá. Um
vorið 1875, hinn 30. maímán., var fundur hald-
inn meðal íslendinga til að ræða um nýlendu-
stofnunina og kjösa menn til fararinnar. Þeir,
sem kjörnir voru til aö fara í þessa landskoðun,
voru þessir: Sigtryggur Jónasson frá Möðruvöll-
um í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu, Einar Jón-
asson frá Harastöðum í Dalasýslu, Skapti Ara-
son fi’á Hringveri á Tjörnesi í Þingeyjarsýslu,
og Kristján Jónsson frá Hjeðinshöfða í Þing-
eyjarsýslu. Jolm Taylor var sjálfur fyrirliði
sendimanna. A leiðinni vestur slöst sá sjötti í
förina með þeim, Sigurður Kristöfersson frá
Neslöndum við Mývatn. Landskoðunarnefnd
þessi lagði á stað 2. júlí; kom til Winnipeg (sem
þá hjet Fort Garry) 16. júli, Nokkrir af laud-
skoðunarmönnum ltomu aptur aust.ur seinni
part ágústmánaðar, en sumir urðu eptir vestra.
Höfðu þeir þá skoðað landsvaiði það, sem síðan
hefur veriðkallað Nýja Island. Skoðunarmenn
gáfu lýsingu á svæði þessu og ljetu heldur vel