Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1899, Page 80
52
arið cptir jók hann þá verslun stðrum, þvi
fólkið fjölgaði mikið sakir innflutnings í ný-
lenduna. Um sama leyti stofnaði Sigurður Mýr-
clal, sem nú er í Victoria, B. Columbia, dálitla
verslun við Islendingafljót. Samson Bjarnason,
sem nú er í Dakota, stofnaði verslun í Árnes-
byggö. Á sumrum flutti liann vörur sínar á
seglhát og verslaöi víða í nýl., sjerstaklega við
Islendingafljót. Verð á nokkrum vörutegundum,
er liann seldi þar haustið 1878, var sem hjer segir:
1 sekkur af xxxx hveiti $3.35 ; 1 pd. kaffi 35 cts ;
1 pd. sykur 10 cts ; 1 pd. haframjöl 7 cts; 1 pd.
tóbak 40—75 cts ; 1 t.unna salt $5.00; 1 gallon
steinolíu 60 cts. Verð á hvítfiski, stykkið 10 cts,
mest 11 cts. Jóhannes Kristjánsson, fi-á Steðja
á Þelamörlc í Eyjafjarðarsýslu, semnú er í Utah,
hafði og dálitla verslun við íslendingafljöt og
síðar í Árnesbyggð. Síðan hafa margir stofnað
verslanir í Nýja Islandi.