Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1899, Page 83
55
nagla i trje 84 pd. afli ; við að hefla bovð 50 pd.
afli; við að saga borð með handsög 36 pd. afli.
líkami mannsixs. Það eru um 260 bein í
líkamanum og um 500 vöðvar. Heili i karl-
manni er að meðaltali 3 pd. og 2 únsur að þyngd
og í kvennmanni 2 pd. og 12 únsur. Allar taug-
ar í líkamanum eru tengdar við heilann, annað-
hvort beinlinis eða um mænuna. Það er óvist,
livað taugarnar — smáar og stórar — eru marg-
ar, en áætlað, að þær sjeu um eða yfir 10 milj-
ónir. Skinnið samanstcndur af 3 lögum eða
himnum. A hverjum ferhyrningsþumlungi
hörundsins eru um 3500 svitaholur. Hver þessi
svitahola er einn fjórði úr þumi. á lengd, og er
i raun rjettri greinileg pípa, er hefur sama hlut-
verk að vinna eins og múruð lokræsi i bæjum,—
að flytja burtu óhreinindi og öholla vessa. Nú
er yíirborð hörundsins á meðal-manni um 21
miljön ferhyrningsþumlunga, og þar sem 3500
svitaholur eru á hverjum þumiumgi og hver
svitaholu-pipa i úr þuml. á lengd, verður sam-
lögð lengd þessara múruðu lokræsa i líkama
mannsins yfir 201,000 fet, eða yfir 38 mílur á
lengd! Loptið virðist ekki þungt; en þó er
þungi þess sem svarar 14 pd. á hvern ferhyrn-
ingsþumlung á yfirbordi líkamans. Loftþrýst-
ingurinn á meðal-manni er þvi á við 40,000 pd.
þunga.
Blöðið í meðal-manni vigtar um 30 pund og
er þvi fullur fimmti hlutí likamsþyngdarinnar
blóð. Og allt þetta blóð fellur i gegnum lijart-
að, — þessa makalausu dælu — á 3 minútum.
Hjartað í meðal-manni er 6 þml. langt og 4 þml.
' að þvermáii. Um starfsemi hjartans má ráða af
þvi, að i ósjúkum manni tekur það á minútu
hverri 70 slög; á kl.timanum þá 4,200 slög; á