Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Qupperneq 11
AI.MANAK 1907-
3
lia.fi fyrst verið skift í klukkustundir árið 293 f Kr., þegfar
sólskífa fyrst var.smíðuð ogf sett upp í Quirinus-musterinu
í Róm. Þangað til vatnsklukkurnar v.oru uppfundnar
(árið 158 f. Kr.), voru kallarar (eða vaktarar) \ iðhafðir í
Róm til að seg-ja borgarbúum, hvað tímanum liði. Á
Engflandli voru vaxkerta-ljós höfð fyrst frameftir, til að
seg-ja mönnum, hva'). tímanum liði. Var áætlað, að á
hverri klukkustund eyddust 3 þumlungar af kertinu. Ilin
fyrsta stundaklukka (límamælir—sigurverk) í líkingu við
þær, sem nú tíðkast, var ekki fundin upp fyrr en árið
1250. Fornmenn á Norðurlöndum töldu flestir, að dagur
byrjaði mtð upprás sólar. Aþetiumenn og Gyðingar töldu
hann byrja á sólsetri, og Rómverjar, eins og vér, á mið-
nætti.
Páskaíímabilið.
Kirkjuþingið í Nicæa, er haldið var árið 325 eftir
Krists fæðing, ákvað og leiddi í lög kirkjunnar, að páska-
hátíðin skyldi ætíð haldin vera hinn fyrsta sunnudag eftir
fyrsta tungl, er springi út næst eftir ro. marzmán. Sam-
kvæmt ákv.xði þessu getur páskahátíðin átt ser stað á 35
daga tímabili, nefnilega á tínribilinu frá22. marz til 25.
apríl, að þeim dögum báðum meðtöldum. Þetta timabil
er nefnt p á s k a t í m a b i 1 i ð. Af þessa leiðir, að ef
tungl væri fullt 21. marz, og 22. marz bæri upp á sunnu-
dag, þá vrði sá dagur (22.) páskadagur. Fyrr á ári geta
páskar aídrei orðið. Þetta átti sér stað árið 1818. En
sé tungl fullt 18. april, og 18. apríl bæri upp á sunnudag,
yrði næsti sunnudagur páskadagur, nefnil. 25. apríl. Það
kom fyrir árið 1886.
Pláneturnar.
VENUS er kveldstjarna til 5. júlí, morgunstjarna
til ársloka.
MARZ er kveldstjarna til 23. ágúst, síðan morg-
unstjarna.
JUPITER er morgunstjarna til 29. jan., þá kveld-
stjarna til 17. ágúst, síðan morgunstjarna til ársloka.
SATLTRNUS er kveldstjarna til 20. marz, morgun-
stjarna til 30. sept., kveldstjarna til ársloka.