Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Page 48
24
OLAFUR s. thorgeirsson:
svo a5 orði kveöa, að útflutning'ur hefjist frá íslandi til
Kanada. Þar voru þá eigi ahrir Islendingar, svo kunnugt
sé, en Sigtryggrir Jónasson.
Gufuskipið, sem flutti hóp þenna til Skotlands, hét
Queen, og hafoi verifl sent tii Islands til aö flytja þaðan
hesta og sauöi. Má nærri geta, að fremur hafi verið
óvistlegt fyrir fólk, ekki sizt konur og börn, innan um
þann flutning. Enda kvaS svo ramt aS, aS einn af helztu
hvatamönnum til fararinnar, Páll Magnússon, á Kjarna í
Eyjafirði, sem alráðinn var til flutnings af landi burt með
fjölskyldu sína, þóttist til þess neyddurað hverfa frá með
sig og sína; svo illa leizt honum á farrými það, sem hon-
um var ætlað. En næsta \ etur veiktist hann og dó. Var
hann höfðingi mikill í sveit og hinn ágætasti maSur.
Starfaði hann töluvert aS útflutningum síðustu ár æfi
sinnar og gaf út blaS, sem nefnt var Ameríka,með upplýs-
ingum um land og landshagi fyrir vestaii háf.
Þrátt fyrir lélegt farrými gekk ferðin til Skotlands
slysalaust, þó aðbúð væri slæm. Eingin veikindi komu
upp á leiðinni og einginn dó og má það merkilegt heita.
Frá Akureyri var farið 5. ágúst 1873 °S lr>á það mikill
merkisdagur heita í sögu íslenzkra útflutninga til Ameríku.
í hópnum munu hafa veriS 165 manns alls. Frá Skot-
landi var farið meS skipi Allanlínunnur, MANiTOBAN,og til
Québec var komið seint í ágúst (20.—25.). Þaðan var
haldið til borgarinnar Toronto og svo nokkurn veginn
viSstöðulaust norSur í Muskoka-hérað. Nokkurir úr hópi
þessum settust þar aS og námu lönd nokkurar mílur aust-
an við smá-bæ þann, sem Rosseau nefnist. Aörir höfðu
þar litla dvöl og var FriSjón í þeirra tölu. Þeir Ólafur
Ólafsson, Jakob Eyfjörð, Jón Thórdarson, Skúli og Hall-
dór Árn asynir, seinna bændur í Argyle, fóru með FriS-
jóni suður til Bandaríkja, eftir ;tð hafa unnið við sögunar-