Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Qupperneq 52
28
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON1:
fyrir si“' og notið þjóðernis síns sem bezt. Það haust lór
Sigtrvggur til Islands í umboði DOMlMON-stjórnar, af
því kunnugt var um vesturfararhug mikinn, sem ríkti
víðs vegar um land um þéssar mundir.
Veturinn 1875 hafði komið til Kinmount maður éinn
að nafni John Taylor í eins lconar heimatriiboðserindum.
Kyntist hann íslendmgum og lét sér þegar mjög ant um
þá. Gjörðist hann hvatamaður þess,að leitað var hjálpar
hjá Kanada-stjórn handa íslendingum til flutnings vestur
til Manitoba; einnig var sótt um styrk-veiling handa þeim
til að byrja þar búskap. Þegar lagt var af stað vestur,
slóst hann í för sem umboðsmaður stjórnarinnar.
Fór hópur þessi vestur með iárnbraut til Sarnia, en
meðgufuskipi frá Sarnia til Duluth. Þaðati fór hann með
Nórður-Kyrrahafsbrautinni til bæjar þess í Minnesota,
sem Fisher’s Landing nefndist. Liggurhann við Rauðará,
skamt suður af Grand Forks í Norður Dakota. Þarna í
Fisher’s Landing voru næstu járnbrautarstöðvar við
Winnipég, svo ekki var alveg eins greiðfært á milli og nú
er orðið. Frá Fisher’s Landing var farið águfubát norð-
ur eftir Rauðará. Við mynni Assinniboine-árinnar var
numið staðar og lagt að landi. Hafði sú frégn borist
norður, að von væri heilmargra íslendinga að sunnan.
Múgur og margmenni hafði því safnast saman, þarna nið-
Ur við ána, til þess að sjá íslendinga, sem margir þóttust
vita heilmikil deili á, þó aldei hefði þeir séð þá. Ruddust
margir með ákafa fram á bátana og spurðu : ,,Hvar eru
íslendingar ? Sýnið okkur Islendinga !“ John Taylor
varð eðlilega fvrir svörum, benti á fólkið, sem þarna var á
bátnum, hér um bil 200 manns, og sagði : ,,Þetta eru
íslendingar ! Þarna getið þið séð þá !“. En enginn
trúði. Menn áttu von á fólki, alt öðru vísi útlits en þetta.
,,Við vitum hvernig íslendingar eru í hátt,“ sögðu þeir.