Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Side 53
ALMANAK 1908.
29
,,Það eru menn lágvaxnir, svo sem fjögur fet á næð,
fremur g-ildvaxnir og þreknir, trteð langt hár kolsvart,
býsna-líkir Eskimóum. Þetta eru engir íslendingar;
þetta eru hvxtir menn. “ Gamli John Taylor varð hálf-
ráðalaus, en sagði þó með góðlátlegu glotti eins og hon-
um var títt: ,,Þetta fólk hitti eg austur í Ontario-fylki.
Þangað var það nýkomið frá íslandi. Þar efaðist enginn
um, að það væri ísletidingar, og eg er nú hingað kominn
með þá í þeirrl traustu trú, að það sé ekta íslendingar.
En auðvitað getið þið trúað, hverju sem ykkur sýnist. “
í hópi þessum, sem nú vartil Winnipeg kominn, voru
hér um bil 200 manns. Var þá koniið fram um miðjan
október (16. okt) og veður farið að kólna. Þar sem nú
ferðinni var heitið út í óbygðir niður við Winnipeg-vatn,
fundu allir til þess, hve áríðandi var að flýta ferðum sem
allra-mest. Nokkura daga mátti þó til að nema staðar í
Winuipeg til að kaupa nauðsjmjar. Fundtt þá allir til
þess, hve efni voru lítil, enda hefir fátæktin sjaldan verið
ömurlegri í sögu íslendingsins, en einmitt þarna, er blá-
snautt fólk, klæðlaust og allslaust, ætlaði að leggja upp
út í óbygðir, þar sem ekkert skýii var eða þak vfir höfuð,
einmitt í vetrar-byrjan. En til allrar hamingju hafði Kan-
ada-srjórn lánað þó nokkurtfé til vöru og nauðsynjakaupa
og var því nú varið, sem bezt mátti, áður lagt væri af
stað.
Sex flatbátar voru keyptir, til að flytja fólk og farang-
ur. Voru flatbátar þessir stórir kassar, 36 til 40 fet á
lengd, en 16 fet á breidd og full 6 fet á dýpt, með þiljum
yfir að meira og minna leyti; það voru eins konar ferhyrnd-
ir dallar, nema hvað lengdin var meiri en breiddin. Voru
tveir og tveir þeirra tengdir ^aman, en ár höfð að stýri
framan og aftan og voru stýrimenn tveir, sinn við hvora
ár, og urðu þeir að verða samtaka. Létu þeir berast fyrir