Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Side 54
3°
ólafur s. Thorgeirsson:
straumi ofan í árósa, eöa þangað, sem áin tekur aö grein-
ast í kvíslir. Þar var þá gufubáturinn Colville. Hann
var eign Hudson’s flóa félagsins og var eini báturinn, sem
þá var til á vatninu. Dró hann flatbátana eftir sér niöur
á WiLLOW-höfn svonefnda, skamt suöur af því, sem
Gimli-þorp nú stendur.
Þá var komin 22. október, er þangað var komiö.
Sama kveld var farið að skoða sig um og hyggja að, hvar
byggilegast vœri, og leizt mönnum bezt á blettinn, þar
sem Gimli-þorp nú stendur. Mun Ólafur Ólafsson frá
Espihóli fvrstur hafa stungið upp á nafninu. Meðan ver-
ið var að byggja hafðist kvenfólk og börn við á bátunum
á nóttum. En karlmenn sváfu í leðurtjöldum, sem Indí-
ánar nota, úr vísundahúðum. Byggingarefni var nóg,
því ströndin var öll vaxin þéttum espi-skógi. John Tay-
lor var nú sá, sem helzt réð fyrir, þar sem hann var full-
trúi stjórnarinnar. Hann var mannúðar-maður hinn
mesti og mælti svo fyrir, að fyrst væri skýlum komið upp
yfir aumingja og lasburða fólk; þótti sú fyrirskipan bera
vott um mannúðarþel og fyrirhyggju.
Fyrst af öllu var samt bjálkahús ali-mikið gjört yfir
varning þann, sem keyptur hafði verið í Winnipeg. En
er honum h.-iföi verið komið þar svo fyrir, að óhult þótti,
var tekið að gjöra smá-íbúðarskála. Má nærri geta, að
ekki hafi þeir verið sérlega reisulegir. Með alt gjörðu
menn sig ánægða, gæti það að eins heitið, að þar hefði
þeir þak yfir höfuð sér. Eri þar sem allir áttu að vinna í
félagi, gekk verkið, sem var all-mikið, svo seint, að til
vandræða horfði. Drógu margir sig í hlé og vildu kom-
ast hjá að leggja nokkuð á sig. Kvað svo ramt að þessu,
að skynsömum mönnum kom saman um, að aldrei myndi
verk þetta vinnast, ef félagsvinnu þessari yrði haldið á-
fram. Varð Friðjón Friðriksson til þess, að sýna Taylor