Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Page 65
ALMANAK 1908.
4’
INNLENDUR VÍSIR
AF FRAMANDI RÓT.
LAKE VIEW heitir einn partur Chicag'o-borgar; þar
búa Þjóðverjar og fólk af þjóðverskunt kynstofni.
Húsin eru þar flest einloftuð timburhús og tvíloftuð
leiguhús og nú upp á síðkastið stórir steinkastalar, hólf-
aðir sundur í smáar og stórar vistarverur. Þetta úthverfi
heldur samt enn sérstöku sniði, ólíku því sem gerist
annarsstaðar í borginni. Framundan húsunum eru falleg
blómabeð, smáir gosbrunnar og hríslur og mörg önnur
prýði, sem Þjóðverjum er tamt að liata kring um húsin
sín. Við eitt fáfarið stræti í þessum borgarparti standa
mörg leiguhús, fulla húslengd frá strætinu og á bak við
eitt þessara leiguhúsa stendur einloftað timburhús, forn-
legt en vel málað og vel hirt. Þegar gott er veður, rriá
oft sjá konu sitja á stól eða trébekk úti fyrir þessu húsi;
hún situr aldrei auðum höndum, heldur ganga þær ótt og
títt, hvort sem hún heldur á prjónunum sínum, hýðir
baunir eða kartöflur. Svipur konu þessarar er hreinn og
einbeittlegur og oft brosir hún með sjálfri sér og koma
þá fram einkennilega unglegir spékoppar í kinnunum.
Af þessu má ráða, að þankarnir hvíla engu fremur fin.g-
urnir.