Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Page 68
44
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
pípuna sína og hvíla sig og horfa á kærustuna sína þegj-
andi. Honum fannst vandalaust að svara því, hvaS þau
ættu aS gera: vinna fyrir sér eins og forfeSur þeirra, fá
sinn párt úr skákinni í sveitinni'sinni, erja jörSina, eiga
börn, koma þeim upp og devja. HvaS annaS áttu þau að
gera ? Þetta höfSit foreldrar þeirra gert og forfeður,
maSur eftir mann. ÞaS var eSlilegt og sjálfsagt, fannst
honum, aS fylgja þeirra dæmi.
Louis var seinn til als og fastheldinn viS þaS gamla.
,,Þegar eg vil fá eitthvaS gert,“ segir Maria, ,,þá byrja
eg aS ýta undir hann, missiri áSur en eg vil láta byrja á
því. Vísast vill hann þá ekki heyra þaS nefnt og þá fer
eg strax ofan af því. Næst þegar eg brýt upp á því, þá
kemur hann með mótbárur. Hann talar unt þaS oft og
einatt, en alla tíS á móti. Eg segi ekki rnikiS en færi þaS
oft í tal. En svo þegar minn tími kemur, þá segi eg:
‘Nú er tími tilkominn aS gera þetta, sem eg' hef veriS aS
tala um við þig. ÞaS er bezt viS byrjum á því í dag’. “
,,Allright!“ segir þá hann.
Þannig vann hún hann til þess að fallast á Ameríku-
ferðina, og undireins og það var útkljáS á milli þeirra, þá
sendi hún hann á undan sér til framtíðarlandsins, til aS
búa um sig og grundvalla franitíS þeirra. Hann kom til
Chicago og fekk vinnu, slíka sem stór og sterkur en mál-
laus útlendingur á hægast með að fá, aS moka kolum úr
járnbrautarvögnum hjá félaginu Illinois-Central. Fvrir
þetta fekk hann dollar og kvart á dag. Þegar hann var
búinn aS búa um sig á þennan hátt, þá kom María á eftir
honum. Þau voru rétt álíka og innflytjendur gerast, iSju-
samari, greindari, mikils meira virði aS vísu en allur þorr-
inn af þeim þúsundum sem lentu í þá daga í Jamestown
eSa PJymouth, en í fljótu bragSi að sjá voru þau mjög á-
þekk þeim sem nú stíga í land á Ellis Island, hundruðum