Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Page 80
56
OLAFUR s. thorgeirsson:
SAGAN AF NAFNLAUS.
Eftir CHARLES DICKENS.
T T ANN bjó á bakka afar mikillar elfar, breiörar og
■*■ djóprar, sem leið jafnt og stöðugt og þegjandi út í
geisi-mikið og ókannað haf. Frá sköpun veraldar hafðí
hún liðið áfram. Stundum hafði hún breitt stefnu sinni
og gjört sjer nýja farvegu og látlð hina eftir auða og
tóma, en allt af hafði hún liðið áfram og var áskapað að
liða án afláts áfram þangað til tíminn sjáifur værí undir
lok liðinn.
Enginn skapaður hlutur fekk reist rönd við því hyl-
dýpis straum-magni. Engin skepna, ekkert blóm, ekk-
ert laufblað, ekkert duftkorn, dautt eða lifatidi hafði
nokkru sinni skolað upp aftur frá hinu ókunna haíi ; út í
það rann elfurin með ómótstæðilegum straum-þunga og
nam aldrei staðar, ekki fremur en jörðin á umferð s’inni í
kringum sólina.
Hann átti við mikinn eril að búa og vann baki brotnu
fyrir lífi sínu.
Hann gjörði sér engar vonir um, að verða nokkurn
tíma svo við álnir, að geta framfleytt lífinu eins mánaðar-
tíma án þess að púla og pjakka, en hann lét sér nægja,
guð veit það, að vinna af.fúsum vilja. Hann tilheyrði
afar-stórri tjölskyldu; allir hennar synir og dætur öfluðu