Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Síða 85
ALMANAK 1908.
6l
,,eg- þori ekki“ stó5 upp á móti „eg vil það, “ en' mann-
auminginn stóö höggdofa og hvimaöi í allar áttir. ,,Hefi
eg komið öllum þessum ósköpum á stað,“ sagði hann, og
hélthöndunum um eyrun, því hann hafði fengið hellu fyrir
þau — ,,með tilmælum sem eg hélt að hefðu verið sak-
laus, og bvggð væru á daglegri reynslu og þekkingu allra
þeirra manna, sem þora að ganga með opnum augum?
Eg skil ekki og enginn skilur mig. Hver nnin endir hér
á verða?“
Hann stóð bljúgur við vinnu sína, og var í sífellu að
spyrja sig þessarar spurningar þegar honum bárust fréttir
um, að drepsótt hefði gjört vart við sig hjá verkalýðnum
og dræpi það umvörpum. Hann grenslaðist eftir þessu
og komst þá fljótlega að raun um, að það var satt.
Dautt og deyjandi fólk lá í einni kös í hinni loftillu og
óþverralegu kofaþyrpingu þar sem hann hafði oröið að
eyða æfidöguni sínum. Hið rökkurdimma og fúla and-
rúmsloft eymdi alt af eitri.
Heilirjafnt sem vanheilir, ungir jafnt sem gamlir,
feður jafnt sem mæður hrundu niður. Hvaða úrkosti
hafði hann? Hann varð að vera þarsem hann var kom-
inn og horfa upp á þá, sem honum stóðu næst hjarta,
deyja.
Kristniboði, sem var mjög vingjarnlegur kom á fund
hans og mæltist til aö mega biðjast fyrir með honum til
þess, að reyna að mýkja hjarta hans í myrkri sorgarinnar,
en hann svaraði: ,,Ó, hvað stoðar það, kristniboði góður,
að vitja mín, manns, sem dæmdur er til þess, að hafa að-
setur á þessum fúlu stöðvum dauðans? Þar sem hver
einasta skynjun, sem guð hefir gefið mér til yndis og á-
nægju, verður mér til kvalar, þar sem hvert augnablik
hinna töldu lífdaga minna eys nýrri vellankötlu yflr
6