Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Qupperneq 89
ALMANAK 1908.
65
GYÐINGAR í NORÐURÁLFU.
(Þýðing.)
YÐINGAR hafa átt mikinn og merkilegan þátt í aS
gera Norðurálfu þaö sem hún er, þrátt fyrir það þó
ferill þeirra þar væri sannur raunaferill í fleiri hundruð ár,
—og sé það enda enn í sumum ríkjum Norðurálfu. Frá
því fyrst þeir komu til Norðurálfu og til þessa dags, hafa
þeir verið dreifðir sem þjóðflokkur, en þóalt afhaldið hóp-
inn, — einn hópinn hér og annati þar, tengdir með einu
sameiginlegu, þrí-einu bræðra-bandi, ætt, sögu og
t r ú. Þeir voru alls staðar álitnir óþarfir gestir, og var
því alls staðar neitað um almenn, pólitísk þegnréttindi, —
var enda hæpið, að lögin viðurkendu rétt þeirra til að lifa.
Tilvera þeirra var eiginlega gustukagjöf ,,hinna kristnu,“
enda var það einkennismerki stimplað á Gyðinga hvar-
vetna. Þeir höfðu líka sem minst afskifti af kristnum ná-
búum sínum, bjuggu út af fyrir sig algjörlega og héldu
fast við sín trúfræði, sem á engan hátt gátu samrímst trú-
fræðum hinna kristnu. í gustukaskyni, sem sagt, var
þeim lofað að lifa og í gustukaskyni var þeim þá einnig
markaður bás, þ. e., þeim var veittur ákveðinn reitur í
borgunum, sem þeir dvöldu í, til ábúðar. Þar, og hvergi