Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Síða 91
ALMANAK 1908.
6/
var þeim bönnuð og jarðyrkja bönnuð og að sjálfsögðu öll
hluttaka í stjórnmálum, þá var ekki um marga vegu að
tefla. Það sem næst var hendi og þægilegast viðfangs,
var að kaupa og selja, — að kaupa fyrir sem lægst verð
og að selja aftur með sem hæstu verði. Samhliða vöru-
verzluninni, verzluðu þeir og með peninga, þ. e., þeir
lánuðu peninga gegn vöxtum, og á því græddu þeir brátt
stórfé. Fyr á tímum var kristnum mönnum bannað
,,okur,“ eða peningalán gegn vöxtum, og voru Gyðingar
því einir um þau viðskifti lengi fram eftir. Konungar og
valdsmenn hlífðu ekki Gyðingum, og Gyðingar hlífðu þá
ekki heldur lítilmögnunum, sem neyddust til að fá peti-
inga til láns hjá þeim, þegar konungar eða yfirvöld þörfn-
uðust peninga, var sjálfsagt a*i grípa Gyðings-okrara og'
rýja hann sem næst að skyrtunni, sleppa honum svo og
láta hann byrja á nýjan leik að rýja smælingjana. Af
þessu athæfi fengu Gyðingar alment nafnið : „Lausafé
konungs,“ að til þeirra var alt af tekið, þegar sjóður
konungs var tómur.
Þetta var skóli Gyðinganna hjá ,,kristnu“ þjóðunum,
og það er sannast, að þeir voru fúsir að læra. Þeir lærðu
furðu-fljótt öll brögð í verzlun og þeir höfðu líka betri
hentugleika til að nema þá fræðigrein, en allir aðrir á
þeirn tínia, sérstaklega að því er snerti verzlun landa og
þjóða milli. Dreifing þeirra rneðal allra þjóða varð þeim
í því efni ómetanlegt gagn. Að undanteknum örfáum
lærðum mönnum, voru þeir einu mennirnir, sem áttu við-
skiftavini í öllum löndum, og töluðu og rituðu sérstakt
sameiginlegt tungumál. í mörgum tilfellum, var einn
bróðirinn í þessu landinu og annar í hinu, eða þá nánir
tengdamenn og vinir. Þetta gerði upphaf alþjóðaverzlun-
ar þeim mun aðgengilegri og greiðari. Og byrjunin var