Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Qupperneq 94
7 o
ÓLAFUR s. thorgeirssön:
verið útlægir þaðan um 370 ár. Þó var þaö ekki fyrr en
um miðja nítjándu ðld, að Gyðingar öðluðust borgaraleg
réttindi á Englandi, Það var ekki fyrr en 1846 að numin
Voru úr gíldi þau lög á Englandi, er heimtuðu að Gyðing-
ar bæru sérstakan klæðnað, þó þau lög hins vegar værn
dauður bókstafur, sem enginn hlýddi, frá því um miðja
17. öld,
í Hollandi, í brezka ríkinu hvervetna, og í Bandaríkj-
Unum hafa Gyðingar fullkomin þegnréttindi, en ekki
annars staðar, nema að nafninu til. Þeirrí endalausu
baráttu og ofsóknum er það að kenna, eða þakka, satu-
hliða þeirra eigin makalausu vanafestu, að svo mikið
hefir að undanförnu verið talað um endurreisn Gyðinga-
lands, og mikið og blómlegt Gyðingaveldi, sem eigi eftir
að vaxa upp af þeirra eigin sögufrægu rústum við Jórdan.
Þar í landinu helga endurreistu, vænta Gyðingar, meðal
annars, að verði háð þau væntanlegu, voldugu dómþing,
er úrskurði öll þau þrætumál þjóðanna, er til þessa hafa
ekki orðið útkljáð nema meö sverðum og byssukúlum á
vígvelli.
Þrátt fyrir ofsóknir allar og jafnréttisbann hafa þó
fjölmargir Gyðingar orðið nafnfrægir fræði- og listamenn,
rithöfundar, málarar, o. s. frv. Meðal þeirra, sem nafn-
kendastir eru, má telja Mendelssohn og Meyerbeer, tón-
skáld og söngfræðinga, Heinrich Heine, söguskáldið nafn-
fræga, og Benjamin Disraeli, stjórnfræðinginn, sem þok-
aði sér áfram, stig fyrir stig, þangað til hann náði þeirri
tignarstöðu, að verða stjórnarformaður Breta.