Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Síða 95
ALMANAK 1908.
71
KVENMAÐURINN OG KÖTTURINN.
Saga eftir Marcel Prévost.
11 Mr. Tribourdeaux var g'amall vinur okkár, maSur
prýSilega vel aS sér og skýrleiksmaSur, en hvorttveggja
er óvenjulegt um herlaekna. ,,Jújú,“ mælti hann, ,,þaS
yfirnáttúrlega er allt umhverfis oss, innilykur og gagn-
tekur oss. ÞaS er allstaSar. Ef vísindin leggja það í
einelti, þá flýr þaS og verSur ekki höndlaS. Skynjanin er
lík vorum fornu forfeSrum, sem ruddu sér akurland í
skógarþykni: hvenær sem þeir komu út í jaSar rjóSurs-
ins, þá heyrðu þeir urraS og sáu glóra í tíndrandi augu alt.
umhverfis. Eg þykíst sjálfur hafa komiS nærri takmörk-
um hins dularfulla þó nokkrum sinnum um dagana, og
einkum og sér í lagi einu sinni.“
Ein af ungu stúlkunum tók þá til orSa og mælti:
,,Yður dauSlangar til að segja okkur sögu núna,
doktor. VeriS þér ekki aS þessu, komið þér nú meS
hana. “
Læknirinn hnevgði sig.
,,Nei, mig langar alls ekki neitt til þess. Eg segi þá
sögu eins sjaldan og mér er hægt, því aS hún fær á þá
sem heyra hana og tekur á sjálfan mig líka. Hvað um
þaS, nú skuluS þiS hej'ra. “