Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Page 98
74
ÓLAFUR S'. thorgeirsson:
legu móti. Nú, það er enginn leyndardómur í þessu, eða
hvað ? Látum svo vera. Hugsið ykkur nú, að þessir
sömu atburðir gerist dag eftir dag í heila viku, nákvæm-
lega með sama hætti í hvert sinn, og þá getið þiö trúað
mér til þess, aö þeir eru nógu merkilegir til þess að
kveikja óróa hjá manni sem býr einn á afskektum stað,
álíka og þann sem eg mintist á í byrjun sögunnar, og
altaf vaknar hjá manni, þegar hann nálgast hið dulda.
Hyggja manns er svo gerð, að hún lætur sér ekki nægja
annað en causa sufficiens eða samræmisins fullnaðar rök
fyrir hverjum fyrirburði eða flokki fyrirburðír. Hún krefst
þess aö atburðir nákvæmlega samskonar hafi samskonar
orsakir, og fyllist óróablandinni undrun, ef hún getur
ekki ráðið í orsökina eða það lögmál sem þeir eru sprottn-
ir af.
Eg er ekki kjarklaus, en eg hef oft séð og gefið gæt-
ur hræðslu hjá öðrum, bæði þar sem hún sýnir sigeinfáld-
legast, hjá börnum, og hryllilegast, eins og hjá vitfirring-
um, og ölium stigum hennar þar í milli. Eg veit að hún
sprettur ætíð og nærist af óvissu eða þekkingarleysi, þó
að svo vilji oft verða, að hræðslan breytist í forvitni, þeg-
ar rnaður setur sér að athuga og ransaka upptök hennar.
Þess vegna tók eg þaö í mig, aö grafa upp hið sanna
í þessu. Eg spurði dyravörðinn spjörunum úr, en hann
vissi ekki neitt um nágranna minn. Gömul kona kom á
hverjum morgni að líta eftir þeim hluta liússins; eg lét
dyravörðinn spyrja hana, en annaðhvort var, að hún var
heyrnarlaus eða hún vildi ekki láta hann vita neitt, því að
hann fekk ekki orð úr henni. Alt um það tókst mér að
fá óræka skýringu á fyrsta atriöinu sem fvrir mig hafði
borið — það er að segja því, að ljósið var slökt þegar eg
kom heim. Eg tók eftir því, að ekki var annað fyrir