Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Side 103
ALMANAK 1908.
79
Eitt kvöld, áöur en egf fór út á svalir að hitta hana,
þá tók eg krukku meö glycerine og glas meö hydrocyan
sýru og glerstaut álíka og efnafræðingar brúka þegar þeir
fara með eitur. Það kveld leyfði Linda mér aö faðma sig
í fyrsta sinn. Eg tólc hana í fangið og strauk henni um
hárið, en það snarkaöi og spúði smágneistum þegar eg
snerti það. Undireins og eg kom inn tíl mín, þá kom
guli kötturinn fram að vanda. Eg kallaði á hana. Hún
nuddaði sér upp við mig, setti upp kryppuna og sperti
stýrið og malaði með mestu værð. Eg tók glerstautinn,
dýfði honum í glycerinið og hélt honum að dýrinu, en hún
rétti út tunguna, langa og rauða og sleikti hánn. Þetta
gerði eg nokkrum sinnum. En í fjórða sinnið stakk eg
stökklinum í sýruna. Kötturinn sleikti hann sem áður,
og grunaði ekkert. í sama bili stirðnaði hún öll upp í
krampa; hún feíck tvö eða þrjú flog; ogsentist upp í loft-
ið, síðan datt hún á gólfið og rak upp hljóð, — hljóð sem
í sannleika var engu líkara en þegar maður veinar. Þar-
með dó hún !
Svitinn spratt út af enninu á mér, hendurnar skulfu,
og eg fleygði mér niður hjá hræinu. Augun stóðu út úr
tóftunum með þeim svip, sem eg fekk varla staðist.
Tungan yar Svört og lafði út á milli tannanna; limirnir
voru undarlega beygðir og kreptir. Eg tók á öllum
þeim kjark sem eg hafði til, greip dýrið upp á löppunum
og stökk út úr húsinu. Eg fór hart eftir götunum auðuni
og hljóðum, niður að Leirubökkum og fleigði skrokknum
í fljótið. Eg reikaði um borgina til morguns og vissi
varla hvar eg fór og ekki þorði eg að koma heim fyr en
lýsa tók. Þegar eg tók í lásinn, þá fór hrylllngur um
mig. Eg sárkveið fyrir því að hér mundi mig henda það
sem segir frá í hinni frægu sögu eftir Poe, og dýrið sem