Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Page 105
ALMANAK 1908.
8l
Tribourdeaux bneygði sig meö kuldasvip, hann var
alvarlegur og dálítið fölur.
,,Það má hver skilja hana eins og gott þykir, “
mælti hann.
Saga steinolíunnar í Pennsylvaníu.
Saga steinolíunnar í Pennsylvaníuríkinu er eins og
skröksaga af gullfljóti.
Hún er töfrasaga auðæfa, sem sprottið hafa út af
klettum og flóð út um hinn mentaða heirn því nær um
hálfa öld.
Hin sanna saga steinolíunnar óhreinsaðrar, eins og
hú n hefir ollið út úr klettunum er miklu áhrifaríkari,
miklu yfirgengilegri, fyllri af óheyrðum atburðum heldur
en nokkuð af því, sem að munnmælum hefir verið gjört
um riddara og hispursfrúr í sögum bardaga og ástar.
Kyngimáttur olíunnar hefir örvað blóð mannanna með
fyrirheitum sínum um auð og allsnægtir, hún hefir knúið
þá fram til atorku og áhættu; og hún hefir andað eins og
vindur á sofandi glæður græðginnar, og blásið þær upp í
glóandi bál glæfraspilunar. Olían hefir gjört menn auð-
uga og einskisverða á einum degi. Hún hefir komið stór-
ríkum mönnum á vonarvöl, og gjört þurfamenn að stór-
höfðingjum. Hún hefir sett menn á hásæti allsnægtanna
og þeytt þeim niður á bersvæði skorts og örbirgðar.
Á olíu hafa menn grætt og tapað auðfjár með ótrúleg-
um sviftingum. Af hennar völdum hefir hlotizt konung-