Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Qupperneq 107
ALMANAK 1908. 83
lindum þessum og var hun prentuð í ,,Sög-u Canada eftir
Segard“ árið 1632.
Hundrað árum síðar geta Frákkar þess, er bjuggu á
meðal Seneca-flokksins í norðvestur hluta Pennsylvaníu,
að kynkvísl þessara Indíána hafi notað olíu þessa við
,,Eld-dansinn í guðsdýrkunarskini. Ef til vill við ós
þessarar lindar, sem nú er kölluð Olíulækur, á tanga ein-
um, umgirtum hátigriar fögrum hvammi, söfnuðust Indí-
ánarnir saman. Hinn mikli höfðingi kynkvíslarinnar á-
varpaði hópinn í eldheitum guðmóði, með hetjukvæðum, er
h'ann hafði yfir, um hetjuskap og þrekvirki forfeðra þeirra.
Yfirborð lækjarins var alþakið með þykkri olíufroðu. Log-
andl blysi var haldið að lækrium, og áeinu vetvangi stóð
hann í björtu báli.
Þegar Indíánarnir sáu bálið, ráku þeir upp svo hátt
fagnaðaróp, að hlíðarnar og dalirnir kváðu við. Um
margra ára skeið hagnýttu Indíánarnir sér olíuna (sem
alménnt var kölluð Seneca olía). Þeir söfnuðu henni á
þann hátt,, að þeir vörpuðu ullar-ábreiðu á yflrborð lækj-
arins. Ullin drakk í sig olíuna, svo undu þeir ábreiðuna
ofan í ílát úr steini eða tré; þannig náðu þeir tökum á
hinum dýrmæta vökva. Þeir létu olíuna í smá-glös og
létu faratidprangara selja hana víðsvegar um land sem ó-
brigðult læknislyf við gigt, kverkabólgu, og mörgum
öðrum kvillum.
En sú tíð nálgaðist, sem Indíánar skyldu hætta að
káka við olíuna. Árið 1839 boraði Samuel Kier frá Pitts-
burg brunn á bakka Alleghany, þá er hann leitaði salts
þar; eftir nokkura mánuði flóði olía út af brunninum. í
sama mund boraði nágranni hans Lewis Peterson annan
salt-bruím, og var í mestu vandræðum fyrir sakir olíu sem
í hann streymdi. Þegar hann hafði látið hinn dýra vökva