Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Blaðsíða 38
36
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
haf 1922. Lauk prófum við Concordia College,
Moorehead, Minn., (B.A.) og embættisprófi í guð-
fræði (Cand. Theol.) við prestaskóla Norðmanna
í St. Paul, Minn.; prestvígður 21. júní 1925. Prest-
Séra Valdimar J. Eylands Lilja Johnson Eylands
ur íslenzku bygðarinnar í Mouse River, North
Dakota, 1925—1928. Þjónaði prestakalli tilheyr-
andi norsku lútersku kirkjunni að Makoti, N. Dak.,
1928—1931. Þjónaði síðan íslenzkum söfnuðum í
Blaine og Point Roberts, ásamt enskum söfnuði í
Bellingham þangað til 1938, er hann fluttist til
Winnipeg.
Giftur 27. desember 1925, Þórunni Lilju John-
son. Er hún fædd 27. september 1901 að Upham,
N. Dak., dóttir þeirra hjóna Guðbjartar Jónssonar
frá Víghólsstöðum á Fellsströnd (f. 26. maí 1866)
og Guðrúnar ólafsdóttur frá Stóruhvalsá í
Strandarsýslu (f. 5. feb. 1868). Faðir Guðbjartar
var Jón Magnússon “póstur”, víða kunnur með
því nafni. Lilja gekk á Gagnfræðaskóla (high
school) og lauk prófi vorið 1924 við Minot Normal
School. Stundaði skólakenslu um nokkur ár, en
lagði jafnfram stund á söngnám. Er hún einka-