Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Blaðsíða 51
ALMANAK 1942
49
og til baka — lét hann ekki aftra sér frá að sækja
fundi eða samkomur, eftir 8—10 kl.t. vinnu og
6 mílna göngu fram og til baka, auk vinnunnar.
Heim til íslands fór hann 1930, og var þá enn
ungur í anda og frár á fæti, og naut sín vel. Enda
mun hann lengi hafa þráð heim að koma. Kona
hans fór heim nokkrum mánuðum fyr og mun
hafa ætlað að bíða hans,. en einhverra hluta vegna
kom hún þó aftur, rétt áður en hann fór. Hún var
og um marga hluti vel gefin kona. Aldrei mun
Þorgils ríkur hafa verið, en fleytt sér og sínum
sæmilega á því einu, er tvær hendur hans gátu
aflað. Og klofið fékk hann kostnaðinn við heim-
ferð þeirra beggja. Með stakri þrautseigju hefir
Þorgils komið hóp sínum vel á fætur. — Enda er
hann að mörgu leyti ágætis drengur.
Auk þeirra, sem hér eru taldir, hafa ýmsir
aðrir landar verið i Bellingham, nú dánir eða
farnir burt, svo til þeirra verður ekki náð. Þar
eru og nú þrjár dætur Björns og Kristínar Bene-
dictson — frá Blaine — getið í Almanaki ó. S. Th.
(Blaine-þáttum 1929, bls. 47). Já, og fleira af
ungu fólki, þaðan gift, sem nú á uppkomin börn
hálfníslenzk.