Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Blaðsíða 79
ALMANAK 1942
77
University, New Haven, Connecticut; Reed Col-
lege, Portland, Oregon, og Harvard College
(mentaskóladeild Harvard University), Cam-
bridge, Massachusetts. Hóf hann nám sitt á síð-
astnefndum skóla á nýliðnu hausti.
2. júní—Útskrifaðist William Erling Dínusson
(sonur þeirra Tryggva Dínusson og konu hans að
Svold, N. Dak.) í búfræði frá Oklahoma Agricul-
tural and Mechanical College, Stillwater, Okla-
homa, í Bandaríkjunum. Hlaut hann mentastigið
Batíhelor of Science (Agriculture and Animal
Husbandry).
3. júní—Dr. Thorbergur Thorvaldson, prófess-
or í efnafræði við fylkisháskólann í Saskatchewan,
kosinn forseti fræðafélagsins “Canadian Institute
of Chemistry” á ársfundi þess í Quebec. Er hann
víðkunnur fyrir efnafræðilegar rannsóknir sínar.
7. júní—Tilkynti Thor Thors, ræðismaður ís-
lands í New York, að Þjóðræknisfélagið í Reykja-
vík hefði boðið þeim dr. B. J. Brandson og frú
hans í Winnipeg til Islands; hafa þau hjón þegið
heimboð þetta, en eigi gat þó orðið af för þeirra á
þessu sumri.
10. júní—Lauk Magnús Wilmar Hjálmarson
(sonur þeirra Björns Hjálmarson og konu hans að
Akra, N. Dak.) fullnaðarprófi í námufræði við
ríkisháskólann í Norður-Dakota og hlaut menta-
stigið Bachelor of Science in Mining Engineering.
11. júní—Joseph T. Thorson, K.C., sambands-
þingmaður Selkirk-kjördæmis, skipaður upplýs-
ingaráðherra í sambandi við stríðssóknina (Mini-
ster of National War Services) í sambandsstjórn-
inni í Ottawa. Er hann fyrstur íslenzkur ráðherra
í sambandsstjórn Canada.