Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Blaðsíða 98
96 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Friðfinnur Elizabetu Jónsdóttur (systurdóttur séra
Arnljóts Ólafssonar) og fluttu þau vestur um haf 1902
og settust að í Selkirk.
21. Jónas Jónasson, á Grace sjúkrahúsinu í Winnipeg, 73
ára að aldri, húnvetnskur að ætt. Hafði átt heima
þar í borg í rúm 50 ár og rak um langt skeið verzlun
og kvikmyndahús.
23. Guðmundur S. Guðmundsson, að heimili sínu í grend
við Árborg, Man. Fæddur 19. ágúst 1880 að Ægissíðu
í Húnavatnssýslu. Fluttist vestur um haf með for-
eldrum sínum 1883. (Um þau, sjá dánarfregn Benja-
míns bróður hans, 7. apríl sama ár).
27. Steinunn Eiríksdóttir Finnsson, ekkja Guðjóns Finns-
son, á Sacred Heart sjúkrahúsinu í Russel, Man. Fædd
2. nóv. 1868 i Unaðsdal í Langadalssveit við ísafjarð-
ardjúp.
27. Guðrún Árnason, ekkja Árna Árnasonar (d. 1933) frá
Grund í Hensel-bygð í N. Dak., að heimili Mr. og Mrs.
Joe Samson í grend við Hensel, N. Dak. Fædd í Skaga-
fjarðarsýslu 14. maí 1868. Kom til Ameríku 1888.
Hálfsystir prófessor Sveinbjörns Johnson við ríkishá-
skólann í Illinois. Meðal barna þeirra Árna og Guð-
rúnar er Albert forseti Forestry skólans í Bottineau,
N. Dak.
30. Thora (Dora) Freeman. ekkja Gísla A. Freeman (d.
1937), frá Upham, N. Dak., á Deaconess sjúkrahúsinu
í Grand Forks, N. Dak. Fædd 22. des. 1876 i Elk
Rapids, Michigan, í Bandaríkjunum. Foreldrar: An-
drew Joh’nson og Anna Jósepsdóttir, ættuð úr Snæfells-
nessýslu norðanverðri. Meðal barna þeirra Gísla og
Þóru eru Andrew rafmagnsfræðingur og framkvæmd-
arstjóri í Grand Forks og Gísli skóggræðslufræðingur
í Larimore, N. Dak.
MAI 1941
1. Jón Kernested skáld, á Johnson Memorial sjúkrahús-
inu að Gimli, Man. Fæddur 20. maí 1861 að Gili í
Bolungarvík í Isafjarðarsýslu. Foreldrar: Friðfinnur
Jónsson Kernested og Rannveig Magnúsdóttir. Flutt-
ist vestur um haf 1888. Framan af árum kennari
bæði í Manitoba og Alberta, en átti lengst af heima
á Winnipeg Beach, Man. Friðdómari og lögreglu-
stjóri þar árum saman og einn af stofnendum skóla-
héraðs þar.