Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Blaðsíða 74
72 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
1. febr.—Átti Jón Jónsson frá Grund (til heim-
ilis hjá dóttur sinni, Þorbjörgu, ekkju Jóhanns
kaupmanns Sigurðssonar í Riverton, Man.) 95 ára
afmæli. Er hann vafalaust í hópi elztu íslendinga
vestan hafs, en svo ern bæði að sjón og heyrn, að
mjög fágætt er.
12. febr.—Blaðafregnir skýra frá því, að Helgi
Helgason í Los Angeles, California (sonur þeirra
Sigurðar Helgasonar tónskálds og Ingibjargar
fyrri konu hans) hafi getið sér orð fyrir uppfynd-
ingar.
15. febr.—íslendingar í San Francisco, Cali-
fornia, héidu fyrsta þorrablót sitt, og sóttu það
160 manns.
24.—26. febr.—Hélt Þjóðræknisfélagið 22. árs-
þing sitt í Winnipeg við ágæta aðsókn. Dr. Rich-
ard Beck var endurkosinn forseti. Á fundi stjórn-
arnefndar daginn eftir var Gisli Jónsson prent-
smiðjustjóri endurkosinn ritstjóri Tímarits félags-
ins.
26. febr.—Landnámshöfðinginn Sigtryggur
Jónasson og séra Rúnólfur Marteinsson kosnir
heiðursfélagar í Þjóðræknisfélaginu.
1. marz—Söngflokkurinn “Harpa” í Belling-
ham, Washington, er Sigurður Helgason tónskáld
(H. S. Helgason) stjórnar, hélt söngsamkomu í
Seattle við góða dóma; um þær mundir söng flokk-
urinn einnig víðar í bygðum Islendinga á Vestur-
ströndinni.
5. marz—Útvarpað íslenzkri skemtiskrá frá
Winnipeg yfir canadiska ríkisútvarpið. Hinn frægi
blaðamaður dr. J. W. Dafoe og kanzlari Manitoba-
háskóla flutti ávarp fyrir hönd Canada-stjórnar,
er var hið hlýlegasta í garð íslendinga. Karlakór
íslendinga í Winnipeg, undir stjórn Ragnars H.
Ragnar, söng íslenzk lög.