Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Blaðsíða 87
ALMANAK 1942
85
inn þátt í opinberum málum, átt sæti í skólastjórn
árum saman og verið formaður hennar. Hann er
sonur þeirra Jakobs J. Johnson (Jónssonar) og
Önnu Björnsson konu hans, er búsett voru í grend
við Milton, N. Dak.
10. nóv.—Ragnar H. Ragnar, hljómfræðingur
og söngstjóri, kvaddur með fjölmennu samsæti í
Winnipeg, en hann var þá að flytjast til N. Dakota
til framtíðardvalar. Hefir hann int af hendi mikið
starf í söngmálum og þjóðræknismálum á dvalar-
árum sínum í Winnipeg.
16. nóv.—Vígð endurbætt og stækkuð kirkja
meþódista og presbytera (The Community Meth-
odist Church) í Thief River Falls, Minnesota, en
prestur hennar er séra Sveinbjörn S. Ólafsson.
18. nóv.—Dr. Richard Beck kosinn forseti
North Dakota Fraternal Congress á ársfundi þess
félagsskapar í Fargo, N. Dakota. Er hér um að
ræða fulltrúaráð (samband) 16 bræðrafélaga þar
í ríkinu með samtals kringum 60,000 félaga.
24. nóv.—Valentínus Valgarðsson yfirkenn-
ari í Moose Jaw borg í Saskatchewan kosinn í
bæjarstjórn þar með miklu afli atkvæða. Hann er
sonur athafnamannsins Ketils Valgarðsson að
Gimli, Man.; lauk stúdentsprófi við Manitoba-há-
skólann fyrir réttum tuttugu árum og hlaut verð-
launapening háskólans úr gulli fyrir fágæta þekk-
ingu í stærðfræði.
28. nóv.—Victor B. Anderson prentari endur-
kosinn bæjarfulltrúi fyrir 2. kjördeild í Winnipeg
með drjúgum auknu atkvæðamagni.
Nóv.—Hjálmar Björnson (elzti sonur þeirra
Gunnar B. Björnson og konu hans í Minneapolis)
fór til Islands til þess að hafa með höndum fyrir
Bandaríkjastjórn umsjón með viðskiftum Banda-
ríkjanna og íslands. Hann hefir um skeið verið í
þjónustu landbúnaðar-ráðuneytisins í Washington.