Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Blaðsíða 95
ALMANAK 1942
93
Kom hingað til lands með manni sínum, Birni Péturs-
syni (nú á islandi), árið 1904.
7. Rósa Kristjánsdóttir Ousman, á heimili dóttur sinnar,
Mrs. C. A. Duncan, í Minneapolis, Minn. Fædd 22.
sept. 1843 í Stóradal í Húnavatn'ssýslu. Foreldrar:
Kristján Jónsson og Sigurlaug Símonsdóttir. Kom til
Ameríku með manni sínum, Stefáni Jónssyni Ousman
(d. 1907) árið 1883 og námu þau land í Minneota,
Minn. Rósa, er var systir séra Benedikts Kristjáns-
sonar á Grenjaðarstað, var vafalaust elzti islendingur
i Minnesota-ríki.
15. Björg Margrét Benediktsson, að heimili móður sinnar
í grend við Mountain, N. Dak. Fædd þar í bygð 18.
janúar 1886. Foreldrar: Bjarni Benediktsson frá
Blöndudal í Húnavatnssýlu (d. 1933) og Ingibjörg,
ættuð úr Skagafjarðarsýslu, enn á lífi.
16. Sigurður Pálsson Scheving, að heimili Helga og Dag-
bjartar Thorsteinsson á Point Roberts, Wash. Fæddur
á Hellum í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu árið 1855.
Foreldrar: Páll Scheving og Sigríður Sigurðardóttir,
og ólst hann upp hjá þeim að Görðum í sömu sveit.
Kom til Ameríku 1888.
18. Pétur Sigurðsson (Anderson), málari, að heimili sínu
í Wilmette. Illinois, í Bandaríkjunum. Fæddur 20.
janúar 1877 að Hólalandi í Borgarfirði í Norður-Múla-
sýslu. Foreldrar: Sigurður Árnason, ættaður úr Skaga-
firði, og Guðrún Sigfúsdóttir frá Gilsárvalla-hjáleigu
í Borgarfirði eystra. Fluttist vestur um haf aldamóta-
árið.
24. Halldóra Sigvaldadóttir Gunnlaugson, ekkia Brynjólfs
Gunnlaugssonar frá Flögu í Breiðdal í Suður-Múla-
sýslu, að heimili dóttur sinnar í Baldur, Man. Fædd
að Prestshvammi í Suður-Þingeyjarsýslu 23. okt. 1856.
Foreldrar: Sigvaldi Magnússon, ættaður úr Mývatns-
sveit, og Valgerður Björnsdóttir frá Meiðavöllum í
Kelduhverfi i Norður-Þingeyiarsýslu. Flutti til Ame-
ríku með manni sínum 1878, en til Argyle-bygð-"-
Manitoba 1883.
24. Öldungurinn Vigfús Þorvaldson, að heimili sínu í
Winnipeg. Fæddur að Nesjum í Grafningi i Árnes-
sýslu 15. marz 1848. Foreldrar: Þorvaldur Helgason,
bóndi á Nesjum, og Anna Gísladóttir frá Villingavatni
í sömu sveit. Fluttist vestur til Canada 1887, og átti
heima í Winnipeg í samfleytt 53 ár.