Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Blaðsíða 88
MANNALÁT
JANÚAR 1940
29. Sigríður Þórðardóttir Goodman, að heimili sínu í
Piney, Man. Fædd 13. júlí 1858 að Stafholtstungu í
Borgarfirði syðra. Foreldrar: Þórður Guðmundsson og
Guðlín kona hans. Fluttist vestur um haf skömmu
fyrir aldamót með manni sínum Hrein Hreinssyni
Goodman, er lifir hana.
ÁGÍJST 1940
23. Guðbjörg (Bertha) Johnson, í Seattle, Washington, 65
ára að aldri. Ættuð úr Snæfellsnessýslu og hafði átt
heima í Seattle í 40 ár, en mun áður hafa verið um
tíma í Winnipeg.
26. Ingibjörg ólafsdóttir, að heimili Aðalsteins Magnús-
sonar og Þórlaugar konu hans í grend við Milton, N.
Dak. Fædd í Austdal í Seyðisfirði i Norður-Múlasýslu,
21. ágúst 1863. Foreldrar: Ólafur bóndi í Austdal og
Helga Vilhjálmsdóttir. Fluttist með fólki sínu til
Vesturheims 1889.
SEPTEMBER 1940
14. Kristín Schram, að heimili sínu í Árborg, Man. Fædd
20. april 1852. Foreldrar:Jónas Jóhannesson frá Saur-
um í Laxárdal og Guðný Einarsdóttir, er bjuggu á
Harrastöðum í Miðdölum í Dalasýslu. Fluttist ung til
Ameríku og giftist Jósef Schram frá Höfða á Höfða-
strönd að Gimli, Man., 19. júlí 1877. Þau bjuggu í
nær tuttugu ár að Hallson, N. Dak., en fluttust til
Nýja Islands 1901 og námu land i Geysisbygð.
NÓVEMBER 1940
15. Þórunn Anderson Einarsson, kona Jósephs Einarsson
í Árborg, Man., á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg.
Fædd 23. ágúst 1922 í Árborg, Man. Foreldrar: Árni
og Sigríður Anderson; er Árni sonur Gísla Árnasonar
frá Álfagerði í Skagafirði og Dýrunnar Steinsdóttur
frá Stóru-Gröf í sömu sveit, en Sigríður dóttir Krist-
jóns Finnssonar landnámsmanns og síðari konu hans
Þórunna Eiríksdóttur Sigurðssonar.