Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Blaðsíða 82
80 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
16. júlí—Landnámssaga íslendinga í Vestur-
heimi túikuð í leikritsformi yfir canadiska ríkis-
útvarpið í útvarpsflokki þeim, er nefnist “New
Homes for Old”. Sögumaðurinn var Friðrik Swan-
son listmálari og var frásögnin bygð utan um æfi-
feril hans hérlendis.
Júlí—Snemma í þeim mánuði varð séra Hall-
dór E. Johnson prestur safnaða hins Sameinaða
Kirkufélags íslendinga í Vesturheimi í íslenzku
bygðunum í Saskatchewan.
Júlí—Ungfrú Agnes Sigurdson (dóttir þeirra
Sigbjörns Sigurdson og konu hans í Winnipeg,
fyrrum í Riverton, Manitoba) lauk prófi í píanó-
spili við hljómlistarpróf Manitoba-háskólans með
hæstu einkunn og hlaut jafnframt námsverðlaun.
Ungfrú Halldóra A. Sigurðsson (dóttir þeirra
Thorgrims Sigurðssonar og konu hans í Framnes-
bygð í Nýja íslandi) lauk einnig námi í píanóspili
við sömu próf með hárri einkunn. Kornung stúlka,
Thóra Ásgeirsson (dóttir þeirra Jóns og Oddnýjar
Ásgeirsson í Winnipeg), hlaut ennfremur fyrstu
ágætiseinkunn í píanóspili við próf þessi, en hún
hefir tveim sinnum áður hlotið viðurkenningu
fyrir tækni og glöggskygni í píanóleik.
Júlí—Sigurður Sigmundson, eftirlitsmaður
flutninga hjá strætisvagnafélaginu í Winnipeg,
kosinn forseti “The Canadian Transit Associa-
tion”, en það er fulltrúaráð, er umsjá hefir með
fólksflutningum í strætisvögnum og flutningabíl-
um.
28. júlí—Lauk Haraldur J. Davidson námi í
fluglist með ágætiseinkunn á flugskóla í Saska-
toon, Saskatchewan. Hafði hann áður lokið námi
á flugskólum í Austur-Canada. Þegar að loknu
námi hlaut hann stöðu í flugher Canada.
2.-4. ágúst—Þá dagana voru íslendingadagar
haldnir að Hnausum og Gimli, í Vancouver, Seattle