Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Blaðsíða 96
94 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
25. Arnfríður Thordarson, að heimili dóttur sinnar og
tengdasonar, Önnu og Sigvald Lindorf, í Selkirk, Man.
Fædd 14. júní 1865. Foreldrar: Magnús Þorgeirsson
og Anna Jónsdóttir á Brunnastöðum á Vatnsleysu-
strönd i Gullbringusýslu. Kom vestur um haf til
Canada árið 1900.
25. Páll Símonarson, að heimili Mr. og Mrs. John Hallson
í Blaine, Washington. Fæddur að Syðri-Kotum í
Rangárvallasýslu 24. júlí 1859. Foreldrar: Símon Guð-
mundsson og Þórunn Samúelsdóttir. Kom til Vestur-
heims 1893, en fluttist vestur á Kyrrahafsströnd árið
1902.
29. Rósamunda Johnson, ekkja Odds Jónssonar (d. 1911),
að heimili Hannesar og Önnu Björnson í grend við
Mountain, N. Dak. Fædd á Hallbjarnarstöðum í
Skriðdal í Norður-Múlasýslu árið 1846. Foreldrar: Jón
Jónsson og Anna kona hans. Fluttist með manni sín-
um vestur um haf til Norður Dakota 1887 og bjuggu
þau árum saman í Eyford-bygðinni islenzku.
29. Þórarinn Gíslason, á sveitarsjúkrahúsinu í grend við
Blaine, Wash. Fæddur 7. febr. 1868 að Hóli á Mel-
rakkasléttu í Norður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar: Gísli
Sæmundsson og Þórdís Halldórsdóttir. Fluttist til
Vesturheims með foreldrum sínum 1881, en hafði átt
heima í Blaine síðan 1902.
31. Guðrún Andrésdóttir Johnson, að heimili Thorgils
sonar síns í Winnipeg. Fædd 1855 og kom til Ame-
riku með manni sinum, Jóhannesi Jónsson (d. 1898)
árið 1883. Dvöldu þau fyrgtu fimm árin i Nýja íslandi,
en áttu siðan heima í Winnipeg.
I marz—Jón Tryggvi Bergman, byggingarmeistari. i Medi-
cine Hat, Alberta. Hann var 66 ára að aldri, Hún-
vetningur að ætt.
APRÍL 1941
6. Helgi Sigurðsson, á Almenna sjúkrahúsinu í Winni-
peg, nokkuð á sjötugs aldri. Ættaður frá Vík í Lóni í
Austur-Skaftafellssýslu. Foreldrar: Sigurður Sigurðs-
son og Margrét Þorsteinsdóttir. Flutti vestur um haf
nokkru eftir aldamótin og átti lengstum heima í Win-
nipeg, þar sem hann rak húsabyggingar á eigin
spýtur.
7. Benjamín S. Guðmundsson, að heimili sínu i grend
við Árborg, Man. Fæddur að Ægissíðu í Húnavatns-