Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Blaðsíða 91
ALMANAK 1942
89
30. Steingrímur Thorsteinsson, að heimili Jóns sonar síns
í Wynyard, Sask. Fæddur 10. des. 1855 að Öxará í
Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar: Þor-
steinn Arason, ættaður úr Mývatnssveit, og Guðrún
Jónsdóttir Bergþórssonar frá Öxará. Fluttist til Vest-
urheims 1893. Einn af frumbyggjum Vatnabygða í
Saskatchewan, en þangað kom hann 1905.
Um miðjan des. Sigríður Helga Sigurðsson Wilson, dóttir
Guðlaugs Sigurðson að Lundar, Man., á Almenna
sjúkrahúsinu í Winnipeg.
JANÚAR 1941
1. Margrét Kristmannsdóttir Byron, ekkja Björns Byron,
að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Kristínar og
Bergthórs E. Johnson, í Winnipeg. Fædd á Bjargi í
Miðfirði í Húnavatnssýslu 10. júlí 1854. Foreldrar:
Kristmann Magnússon og Magdalena Tómasdóttir.
Kom vestur um haf 1887.
1. Skúlina Rósamund Severson, að heimili dóttur sinnar,
Emmu Oihus í Grafton, N. Dak., Fædd 23. maí 1853.
Foreldrar: Guðmundur söðlasmiður Ólafsson og Hall-
dóra Sveinsdóttir; bjuggu fyrst í Þingeyjarsýslu, en
síðar á Ytra-Hóli á Skagaströnd í Húnavatnssýslu;
Guðmundur var bróðir Kristins Ólafssonar, föður séra
Kristins K. Ólafssonar, forseta Kirkjufélagsins lúterska
og þeirra systkina. Skúlina flttist vestur um haf með
manni sinum, Snorra Sigurðsson (Severson, d. 1915)
árið 1888.
2. Tómas Freeman, á sjúkrahúsi í Grafton, N. Dak.
Fæddur á Ljótsstöðum í Vopnafirði 26. ágúst 1885.
Foreldrar: Frímann Ágústsson bóndi á Ljótsstöðum og
Ingibjörg Jónsdóttir af Kelduskógaætt í Berufirði.
Kom til Vesturheims með foreldrum sínum 1893.
2. Hallbjörg Hólmfríður Slater (Mrs. John L. Slater), í
San Francisco, California. Fædd 23. des. 1891 í Moun-
tain-bygð í N. Dakota. Foreldrar: Sigurður Jónsson,
æftaður úr Reykjafirði í Strandasýslu, og Björg
Vigfúsdóttir, ættuð frá Garði i Þistilfrði.
3. Agnes Núpdal, á heimili sínu í grend við Mountain,
N. Dak. Fædd 4. ágúst 1850 að Sauðar-Dalsá í Vatns-
nesi í Húnavatnssýslu. Foreldrar: Teitur Teitsson og
Anna Stefánsdóttir. Fluttist vestur um haf með manni
sínum, er lifir hana, árið 1884 og hafa altaf búið í
Mountain-bygð.