Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Side 120
96
ALMANAK I908.
SMÁVEGIS.
Stærstí stjörnukíkir, sem til er í heiminum, finst í
Bandaríkjunum, í Willianis Bay, gefinn þangað af nafn-
kendum auðmanni frá Chicag'o. Honum er svo hagað,
að stjörnuljósið fellur á spegil, áfastan við kíkirinn, ogf
síðan í sjálfa sjónpípuna. Sá spegill er 60 þuml. að þver-
máli, glerið 8 þuml. á þykt og vegur rúma smálest, eða
yfir 2000 pund. Menn héldu, að ekki mundi auðnast, að
hafa not af stærri stjörnukíki en þessi er, ýmsra orsaka
vegna, sem oflangt yrði að telja hér. En nú er þó
annar í smíðum ennþá stærri, handa stjörnuturni í Cali-
forníu, sem er kendur við Carnegie. Spegilglerið í þá
sjónpípu á að vera 100 þuml. að þvermáli, 13 þuml. þykt
og vega hálft finita ton. Það er talið yfirták vandasamt,
að steypa þetta feiknagler, gallalaust, svo og að slípa það
og þá ekki sízt að setja það upp og er búizt við að til þess
muni ganga 4 eða 5 ár.
Bólusetning við elli. Þó að “bólusetning” við
mjög mörgum sjúkdómum, bæði á mönnum og málleys-
ingjum hafi fleygt frani ótrúlega með hverju ári í seinni
tíð, þá eru vísindin ekki kornin svo langt enn, að ellin hafi
sigruð verið á þann hátt. En þó hefir mönnum tneir en
koniið það til hugar, og telja það jafnvel ekki ólíklegt,
eftir nýlegum tilraunum þar að lútandi. Dr. Weichardt
heitir þýzkur læknir, sem lét nokkur marsvín stökkva
þangað til þau duttu niður dauð af þreytu. Þvínæst tók
hann vökva úr vöðvum þeirra og sprautaði inn undir
skinnið á nokkrum heilbrigðum marsvínum, en þeim brá
svo við, að þau fóru að skjögra eins og aðfram komin af
þreytu, og dóu eftir einn eða tvo sólarhringa. Núerþað
einkenni á hverju sjúkdómseitri, sem hægt er að bólusetja
með, að það framkallar móteitur í líkamanuni. Ef nú
'vo skyldi vera, sem einn frægur vísindamaður, Metsni-
koff, heldurfram, að þreyta orsakist af eitri sem framleið-
ist í líkamanum við áreynzluna, og ellihrumleiki sé ekki
annað en samsafn af eiturverkunum þreytunnar eftir
áreynzlu ævinnar, — þá þykir sem þar af megi draga þá
ályktun, áð hugsanleg sé bólusetning við þreyíu og jafn-
vel við sjálfri ellinni.