Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Page 23

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Page 23
23 bygð; hefir síðan 1922, haft aðsetur í Los Angeles, Cal. að Grímsstöðum í Grímsstaðaholti við Reykjavík 1877. Stundaði ávalt sjóróðra og bátasmíði. Var formaður fyrir ýmsa stór-útvegsbændur, fyrst bar á ströndinni, síðar á Seltjarnarnesi og Reykjavík. og síðast á Seyðis- firði; baðan fór hann vestur um haf til Canada 1892; settist að í Winnipeg og vann bar við skurðagröft um tíma fyrir $1.25 á dag (10 kl.t.), sem bá var goldið fyrir erfiðisvinnu. Ekki dvaldi Erl. lengi iWinnipeg.bað sinn; fýsti að leita fyrir sér víðar. Hefir hann fanð all-víða um Canada og Bandaríki og dvalið á mörgum stöðum. Oft bygt yfir sig, stundum góð hús, og einnig óvönduð. Hefir aðallega stundað húsasmíði. I nóvember 1897 fluttist hann til Pine Valley bygðar ásamt félaga sínum, Páli Eyjólfsyni, (Olson). Bygðu beir félagar lítinn bjálkakofa, fyrstu íbúð íslenzkra hér í bvgð skamt norðan takmarka- línu. Var bar svæði allmikið yfir að sjá kolsvart eftir skógareldana. Þarna héldust beir félagar við um veturinn allslausir að kalla að öðru en hesti litlum og nýlegri kerru, sem Erlendur hafði keypt í Dakota. Sumarið eftir unnu beir hjá bændum sunnan línu; komu aftur með hesta tvo og sleða, og vænkuðust bá horfur framundan. Litlu síðar bygði Erlendur allgott bjálkahús á landi bvr er kofinn stóð á; tók bar heimilisrétt og bjó bar unz hann fluttist héðan úr bygð. Sumarið 1900 kom móðir Erlendar vestur um haf og settist að hjá honum; lézt bar næsta ár; var bá maður hennar látinn; andaðist 1886. Haustið 1902 kvæntist Erlendur, Þorbjörgu Guttormsdóttir Sigurðssonar og konu hans Ölafar Sölvadóttir er komin var af hinni svokölluðu Jóns vefaia ætt á Austurlandi. Móðir Guttorms, föður Þorbjargar, var systir Péturs prests á Valbjófsstað. Mun Þorbjörg vera fædd á Geitagerði í Fljótsdal. Dóttir eina átti Þorbjörg áður hún giftist Erlendi. Heitir hún Anna Tilly; fædd í Dakota, gift Hannesi Péturssyni, fasteignasala í Winnipeg. Tvö börn eignuðust bau Erlendur og Þorbjörg, er annað beirra á lífi, Guðný Elízabet, gift hérlendum ungum manni, að nafni Uhlik, skrifstofubjóni í Holly- wood í California. Árið 1904 fluttist Erlendur úr bessari

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.